Energy and Transport – lokaráðstefna

Prógrammið Energy and Transport heldur sína lokaráðstefnu 6. febrúar næstkomandi í Stokkhólmi, Svíþjóð.

Markmið ráðstefnunnar er að kynna niðurstöður þeirra verkefna sem styrkt eru af prógramminu sem og að styrkja tengsl milli þátttakenda. Stefnt er að því að útkoma ráðstefnunnar verði notuð til framtíðarsýnar um vistvænar samgöngur á Norðurlöndunum.

Dagsetning: 6. febrúar 2014

Tími: 10:00-17:00

Staðsetning: IVAs Conference Center, Grev Turegatan 16, 114 46, Stokkhólmi, Svíþjóð.

Dagskrá verður tilbúin í Desember/Janúar þegar ljóst er hvaða verkefni munu kynna sínar niðurstöður.

Skráning hér.

 

 

 

Landsaðgerðaráætlun Íslands

Við viljum benda meðlimum Grænu Orkunnar á að birt var Landsaðgerðaráætlun (National Renewable Energy Action Plan, NREAP) á síðasta ári. En áætlunin er liður í innleiðingu tilskipunar 2009/28/EC um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Sett eru mismunandi bindandi landsmarkmið sem Evrópuríki þurfa að ná fyrir árið 2020. Auk þess er undirmarkmið um 10% hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum og þar liggur stóra áskorunin fyrir Ísland.

Sjá má áætlunina hér.

Fundur Grænu Orkunnar 17.9.2013

Fundur var haldinn í dag á vegum Grænu Orkunnar þar sem Ágústa Loftsdóttir kynnti reglugerð nr. 750/2013 en atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Orkustofnun fer með eftirlit vegna framkvæmd laga nr. 40/2013 sem skylda söluaðila eldsneytis að selja eldsneyti af vistvænum uppruna er í höndum. Undanfarið hefur Ágústa Loftsdóttir hjá Orkustofnun unnið að útfærslu leiðbeininga fyrir tilkynningaskylda aðila og kynnti hún á fundinum hvernig eftirliti og gagnaskilum (upprunavottorð, sölumagn, gögn um sjálfbærniviðmið o.s.frv.) verður háttað.

Kynning Ágústu Loftsdóttur

Útskýringar með sýnidæmi á massajöfnunarkerfinu

Skjal um flokkun eldsneytis

Lög 40/2013

Reglugerð 750/2013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tíu nýjar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla

Orkuveita Reykjavíkur, BL og Nissan undirrituðu í dag samning um uppbyggingu hleðslustöðvanets fyrir rafbíla á Íslandi. Nissan og BL leggja fram hraðhleðslustöðvarnar og ákveðna fjárhæð til uppsetningar þeirra. Orkuveitan mun sjá um staðarval, uppsetningu og rekstur stöðvanna í tvö ár að minnsta kosti. Gert er ráð fyrir að fyrstu stöðvarnar geti verið komnar í gagnið í haust. Vonir eru bundnar við að þetta samstarf stórauki notagildi rafbíla á landinu, en á þessum stöðvum verður hægt að hlaða rafbíla um 80% á 30 mínútum. Þjónustan verður ókeypis fyrst um sinn. Fyrirhugað er að byggja hraðhleðslustöðvarnar á aðgengilegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum.

Endanleg ákvörðun um staðsetningu hraðhleðslustöðvanna verður tekin á næstu vikum og mánuðum. Haft verður í huga að þær auki  vegalengdina sem hægt er að ferðast á rafbílum og auðveldi notendum að ferðast áhyggjulaust.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að hraðhleðslustöðvarnar eru af gerðinni DBR. Þær fylgja svonefndum CHAdeMO staðli og verða aðgengilegar öllum rafbílum sem uppfylla þann staðal. Þær hafa verið settar upp í löndum eins og Noregi, Frakklandi, Bretlandi og víðar.

Sjá fréttina í heild sinni á heimasíðu OR.

Við undirskriftina í morgun, frá vinstri: Erla Gísladóttir forstjóri BL, Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Frederic Subra