Norðmenn með skýra stefnu fyrir vetni í samgöngum

Sveitafélagið Akershus í Osló samþykkti nýlega stefnumörkun fyrir farartæki knúin af vetni og vetnisstöðvar. Á næstu fjórum árum er markmiðið að koma 350 vetnisknúnum farartækjum í umferð, og verður stór hluti þeirra leigubílar og um 30 strætisvagnar. Ein aðal áherslan á þessu tímabili er að þróa net vetnisstöðva í sveitafélaginu og hefur samgöngufyrirtækið Ruter nú þegar 5 vetnisstrætisvagna í tilraunaakstri.

Þessi nýja stefna yfirvalda í Noregi er hluti af stóru verkefni sveitafélagsins til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og stefna að sjálfbærni í samgöngum. Þetta er því mikilvægt skref bæði fyrir vetnisgeirann á norðurlöndunum og víðar.

Sjá nánari upplýsingar hér (á norsku).

Skýrsla um áhrif olíuverðs á verðþróun orku í Evrópu

Nýlega var gefin út skýrsla sem ber heitið: “The Impact of the Oil Price on EU Energy Prices”

Rannsóknin fór fram að beiðni nefndar um iðnað, rannsóknir og orku innan Evrópuþingsins.

Abstract:

Oil prices have increased considerably over the past years at global level, while 
natural gas and other energy prices have seen differing developments in each 
world region. The present report examines the level of impact of high oil prices 
on European energy prices and analyses the underlying mechanisms. Policy 
options to reduce this impact are discussed.

Hér má finna skýrsluna í heild sinni (á ensku).

Opnun hraðhleðslustöðvar ON og BL

Síðastliðinn þriðjudag opnuðu Orka náttúrunnar (ON) og BL tvær hraðhleðslustöðvar í Reykjavík. Stöðvarnar eru annarsvegar fyrir utan höfuðstöðvar ON (Bæjarhálsi 1) og hinsvegar fyrir utan verslun BL við Sævarhöfða .

Þetta samstarfsverkefni BL, ON og Nissan Europe markar upphafið á uppbyggingu alls tíu hraðhleðslustöðva á suðvestur horni landsins, fyrirhugaðar staðsetningar eru: Miðborgin, Miklabraut, Kópavogur, Garðabær (IKEA), Reykjanesbær, Borgarnes, Laugavatn og Selfoss. Miðað verður að því að uppsetning stöðvanna ljúki um miðbik ársins 2014. Uppsetning stöðvanna gerir rafbílaeigendum kleift að fá 80% hleðslu á 30-40 mínútum og gefa því möguleika á að keyra lengri vegalengdir.

Hér má finna fyrirlestra málþingsins:

1. Páll Erland, forstjóri ON

2. Ole Henrik Hannisdal, verkefnisstjóri Grönnbil í Noregi

 

Sjá umfjöllun visir.is

Sjá umfjöllun mbl.is

 

Kristbjörg Magnúsdóttir fyllir á Nissan Leaf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Marina

Stærsta verkefni formennskuáætlunar Íslands í norrænu ráðherranefndinni heitir NordBio og var kynnt þann 5. Febrúar síðastliðinn. Markmið verkefnisins er að draga úr sóun og auka sjálfbæra nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndunum. Undir NordBio verkefninu eru fimm undirverkefni og ber eitt þeirra heitið Marina.

Hér má sjá kynningu NordBio verkefnisins og undirverkefna.

Markmið Marina verkefnisins er að minnka útblástur frá skipaflotanum með því að auka hlut vistvæns eldsneytis. Til að ná settum markmiðum miðar verkefnið að því að skapa samskiptanet milli allra lykilaðila á Norðurlöndunum. Samskiptanetinu er ætlað að koma með tillögur að sameiginlegri stefnumótun fyrir Norðurlöndin og ráðamenn þeirra um hvernig megi auka hlut vistvænna samganga á sjó og minnka þar með koltvísýringsútblástur. Stefnt er að því að stefnumótunin muni setja markmið fyrir 2025 auk þess sem litið verður til langtímamarkmiða (t.d. 2050). Útkoma verkefnisins verður stefnumótandi plagg og mun verkefnið halda ráðstefnu til að miðla niðurstöðu verkefnisins. Vonir eru auk þess bundnar við að samskiptanetið muni lifa lengur en verkefnið sjálft og verða sjálfstæð eining.

Á síðasta fundi Grænu orkunnar voru þátttakendur jákvæðir gagnvart því að auka hlut skipa í samtökunum og hefur því stjórn Grænu orkunnar óskað eftir því að Marina verkefnið verði hluti að samtökunum enda fari málefnin vel saman. Þau fyrirtæki og samtök sem tengd eru sjávarútvegi og skipaflotanum eru því hvött til að senda upplýsingar til glk[at]newenergy.is og skrá sig í Grænu orkuna.