Síðastliðinn þriðjudag opnuðu Orka náttúrunnar (ON) og BL tvær hraðhleðslustöðvar í Reykjavík. Stöðvarnar eru annarsvegar fyrir utan höfuðstöðvar ON (Bæjarhálsi 1) og hinsvegar fyrir utan verslun BL við Sævarhöfða .
Þetta samstarfsverkefni BL, ON og Nissan Europe markar upphafið á uppbyggingu alls tíu hraðhleðslustöðva á suðvestur horni landsins, fyrirhugaðar staðsetningar eru: Miðborgin, Miklabraut, Kópavogur, Garðabær (IKEA), Reykjanesbær, Borgarnes, Laugavatn og Selfoss. Miðað verður að því að uppsetning stöðvanna ljúki um miðbik ársins 2014. Uppsetning stöðvanna gerir rafbílaeigendum kleift að fá 80% hleðslu á 30-40 mínútum og gefa því möguleika á að keyra lengri vegalengdir.
Hér má finna fyrirlestra málþingsins:
2. Ole Henrik Hannisdal, verkefnisstjóri Grönnbil í Noregi