Skilafrestur umsagna um breytingu á byggingarreglugerð vegna hleðslu rafbíla rennur brátt út

Græna orkan vill minna á að frestur til að skila inn umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð rennur út næstkomandi föstudag, 18. ágúst. Breytingin kveður meðal annars á um að í nýbyggingum og við endurbyggingu skuli gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla.

Sjá nánar hér í frétt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.