Orkusjóður opnar fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta verkefna

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.

Að þessu sinni verða alls 900 milljónir til úthlutunar til eftirfarandi viðfangsefna

  • Framleiðsla endurnýjanlegs eldsneytis (raf- eða lífeldsneytis)
  • Innviðir fyrir orkuskipti (hleðslu- eða áfyllingarstöðvar)
  • Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað olíu

Sjá nánar á vef Orkustofnunar.

Aðalfundur Grænu orkunnar 5. maí 2022

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 5. maí 2022 13:30-15:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Orkuskipti: Umbreytingar til 2030. Boðið verður upp á erindi frá ýmsum aðilum sem tengjast eldsneytisframleiðslu og -dreifingu, bæði hefðbundnu kolvetni og vistvænu eldsneyti.

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 15:30.

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2022 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 4. maí.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 28. apríl 2022, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 28. apríl 2022.

Viðburður 8. desember: Orkuskipti á hafi

May be an image of text

Samorka, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Faxaflóahöfnum og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, bjóða til kynningar DNV á nýrri skýrslu um orkuskipti á hafi. Kynningin verður haldin í Kaldalóni, Hörpu, miðvikudaginn 8. desember.

Dagskrá:

Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskipta hjá Faxaflóahöfnum
Nicolai Hydle Rivedal, umhverfisverkfræðingur hjá DNV

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Allir velkomnir í Hörpu og aðgangur er ókeypis. Framvísa þarf gildu hraðprófi við inngang í salinn.

Skráning til þátttöku í sal fer fram hér.

Vefviðburður 9. júní: Rafvæðing hafna á Íslandi

May be an image of body of water

Græna orkan, Verkís og Orkustofnun stóðu fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu 9. júní. Þar fjallaði Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Skýrslan hefur verið birt á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundarstjóri var Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni.

Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.

Glærur Kjartans má nálgast hér:

5 febrúar: Kynningarfundur verkefnis um hleðsluinnviði fyrir rafbíla

Í hádeginu föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Dagskráin verður á þessa leið:

12:05 Bakgrunnur verkefnis
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku

12:10 Þarfa- og kostnaðargreining fyrir hleðsluinnviði á ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll
Haukur Hilmarsson, hagfræðingur, EFLU verkfræðistofu

12:40 Heildarniðurstöður verkefnis
Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri, Íslenskri NýOrku

12:55 Umræður og spurningar

13:15 Fundi slitið

Nánar um viðburðinn á Facebook.

Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Zoom.

Hátækni CRI nýtt í Noregi

Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.

Norska landsvirkjunin Statkraft, kísilmálmframleiðandinn Finnfjord og íslenska
hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) vinna nú í sameiningu að
því að þróa fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir rafeldsneyti í fullri stærð.

Verksmiðjan mun afkasta 100.000 tonnum af rafmetanóli á ári. Hún mun hagnýta
koltvísýring (CO2) frá kísilmálmverksmiðju Finnfjord í samnefndum firði og vetni
sem framleitt verður með rafgreiningu á vatni með endurnýjanlegri orku af norska
landsnetinu.

Sjá hér grein á vef Statkraft, Tekniske Ukeblad. og Visir.is.

Umræða um endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum

Methane-eating bacteria might spark a revolution in green fuel ...

Þann 26. júní síðastliðinn birtist pistill í Morgunblaðinu eftir Sigríði Á Andersen þar sem hún fjallar um rafbílavæðinguna og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

Í dag birti sérfræðingur hjá Orkustofnun, Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, grein í Morgunblaðinu einnig, þar sem hann áréttar meðal annars, hvert framlag rafbíla er til markmiða Íslands um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

300 milljóna aukaframlagi varið til orkuskipta

close-up photo of gree nleaf

Búið er að útfæra nánar hvernig skiptingu 550 milljóna aukaframlags til loftslagsmála verður háttað, en upphæðin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.

Gert er ráð fyrir að 300 milljónum verði varið til verkefna vegna orkuskipta.

  • Um tveir þriðju þess fjármagns eiga að stuðla að frekari rafvæðingu hafna (210 milljónir)
  • Ráðist verður í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu (10 milljónir)
  • Greindar verða hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga (20 milljónir)
  • Möguleikar til orkuskipta í þungaflutningum verða rannsakaðir (10 milljónir)
  • Eins verða styrkir veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins (50 milljónir)

Sjá nánar í frétt á ruv.is og vef Stjórnarráðsins. Græna orkan fagnar því að aukið fjármagn sé lagt til orkuskipta!

200 milljónir til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum.

Áætlað er að verja 100 milljónum króna í styrki fyrir innviði sem ætlað er að ýta undir fjölgun vistvænna bifreiða sem þeir ganga fyrir metani, lífeldsneyti, vetni eða rafmagni hjá aðilum sem reka fólks- og hópbifreiðar

Þá verður 70 milljónum króna varið í styrki vegna raftenginga eða hitaveitna í höfnum landsins í því skyni að ýta undir orkuskipti í haftengdri starfsemi.

Loks verður 30 milljónum króna varið í styrki fyrir hleðslustöðvar við gististaði og veitingastaði.

Ákvörðun ráðherranna byggir á tillögum starfshóps sem ráðherrarnir skipuðu síðastliðið haust. Starfshópurinn leitaði samstarfs við Grænu orkuna- samstarfsvettvang um orkuskipti, til að byggja á bestu mögulegu upplýsingum um hvaða nýir innviðir geti best hraðað orkuskiptum, hvort sem þeir eru á landi eða í haftengdri starfsemi. Tillögurnar byggja að miklu leyti á framlagi úr þeirri hugmyndavinnu sem stór hópur úr atvinnulífinu kom að.

Frétt Stjórnarráðsins í heild sinni má lesa hér.

Hér má finna skýrslu Grænu orkunnar og skýrslu starfshóps ráðuneyta er að finna hér.

14 húsfélög fengu styrk fyr­ir hleðslu­stöðvar

Alls var um 19,5 millj­ón­um króna út­hlutað úr styrkt­ar­sjóði til fjór­tán hús­fé­laga í Reykja­vík á síðasta ári vegna upp­setn­ing­ar hleðslu­búnaðar fyr­ir raf­bíla á lóðum fjöleign­ar­húsa.

Um er að ræða sjóð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur sem liðka á fyr­ir stór­felldri upp­bygg­ingu innviða í borg­inni fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur. Hvor aðili um sig legg­ur 20 millj­ón­ir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 millj­ón­ir króna.