N1 og Tesla í samstarf um hleðslustöðvar

N1 og Tesla á íslandi hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið.

Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslug­arða inn­an tveggja ára. Sam­tals eru því áform um nítj­án nýja hraðhleðslug­arða og mun hraðhleðslu­stæðum við þjón­ustu­stöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tíma­bili,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­u frá N1.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Viðburður 11. nóvember: Staða hleðsluinnviða fyrir rafbíla og notkun þeirra á Íslandi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Íslenskri Nýorku að gera óformlega netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda í sumar. Verkefnið er unnið fyrir starfshóp ráðuneyta um orkuskipti og fór könnunin fram í júlí og ágúst 2021.

Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvar í hleðslukerfi landsins eru flöskuhálsar, ef einhverjir. Könnunin átti að gefa vísbendingar um hvar mest væri hlaðið og hvort nauðsynlegt sé að veita frekara fjármagni til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla um landið allt.

Á þessum viðburði mun Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku, kynna helstu niðurstöður könnunarinnar. Hann fer fram á Zoom klukkan 13, fimmtudaginn 8. nóvember og er öllum opinn. Lykilorð til að komast inn á fundinn er 7913.

5 febrúar: Kynningarfundur verkefnis um hleðsluinnviði fyrir rafbíla

Í hádeginu föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Dagskráin verður á þessa leið:

12:05 Bakgrunnur verkefnis
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku

12:10 Þarfa- og kostnaðargreining fyrir hleðsluinnviði á ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll
Haukur Hilmarsson, hagfræðingur, EFLU verkfræðistofu

12:40 Heildarniðurstöður verkefnis
Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri, Íslenskri NýOrku

12:55 Umræður og spurningar

13:15 Fundi slitið

Nánar um viðburðinn á Facebook.

Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Zoom.

14 húsfélög fengu styrk fyr­ir hleðslu­stöðvar

Alls var um 19,5 millj­ón­um króna út­hlutað úr styrkt­ar­sjóði til fjór­tán hús­fé­laga í Reykja­vík á síðasta ári vegna upp­setn­ing­ar hleðslu­búnaðar fyr­ir raf­bíla á lóðum fjöleign­ar­húsa.

Um er að ræða sjóð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur sem liðka á fyr­ir stór­felldri upp­bygg­ingu innviða í borg­inni fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur. Hvor aðili um sig legg­ur 20 millj­ón­ir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 millj­ón­ir króna.

Úthlutun Orkusjóðs vegna hleðslustöðva við gististaði

Nýverið úthlutaði Orkusjóður styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við hótel og gististaði víða um land, þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Staðsetningar hleðslustöðvanna eru merktar með grænu á meðfylgjandi korti en nánar má lesa um úthlutunina á vefsíðu Orkustofnunar.

Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi

white car on asphalt road during daytime

Mynd: Taun Stewart @Unsplash

Nýjustu heimildir – rakleiðis frá Elon Musk á Twitter – herma að Tesla muni opna þjónustumiðstöð á Íslandi þann 9. september næstkomandi. Samkvæmt vef Tesla er einnig von á öflugum hraðhleðslustöðvum framleiðandans á þremur stöðum á landinu, við Kirkjubæjarklaustur, Egilsstaði og Staðarskála. Sjá frétt RÚV.

Kolefnisspor rafbíla 4-4,5x minna en fyrir bíla sem nota jarðefnaeldsneyti

Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi ...
Í morgun kynnti Orka náttúrunnar niðurstöður innlendrar rannsóknar á kolefnisspori rafbíla við íslenskar aðstæður. Meðal helstu atriða skýrslunnar er að heildarlosun rafbíls, frá framleiðslu að 220 þúsund km akstri við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
Græna orkan fagnar þessu framtaki – skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um orkuskipti og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum!
Sjá nánar um skýrsluna á vefsíðu ON og í umfjöllun á mbl.is.

Rafmagnsbílar þykja of hljóðlátir

Samkvæmt nýjum ESB reglum munu nýir rafbílar þurfa að gefa frá sér falskt vélarhljóð við vissar aðstæður. Þetta kemur til af því að rafbílar hafa valdið gangandi vegfarendum vandræðum, sér í lagi blindum og sjónskertum. Því munu rafbílar, frá og með árinu 2021, vera búnir búnaði sem gefur frá sér hljóð, sem líkir eftir hefbundnu vélarhljóði, þegar bílar bakka eða fara á minna en 19 kílómetra hraða á klukkustund.

Sjá nánar í frétt á vb.is og BBC.

Volvo og DFDS prófa sjálfkeyrandi trukka

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hóf árið 2018 að þróa sjálfkeyrandi trukka en hefur nú tekið höndum saman með DFDS, dönsku ferju- og flutningsfyrirtæki, og hafið prófanir innan athafnasvæðis Gautaborgarhafnar. Mikael Karlsson hjá Volvo segir flutning með þessum hætti, með tækni sem ver lágmarks hávaða og engan útblástur, verða æ veigameiri í framtíðinni enda sé ávinningur tækninnar mikill, bæði fyrir atvinnugreinina og samfélagið í heild.

Sjá nánar í grein GreenPort og Venturebeat.com.