Í síðasta mánuði varð bílaframleiðandinn Hyundai fyrstur til að fjöldaframleiða vetnisrafbíla. Fyrstu 17 bílarnir fara beint í notkun í Skandinavíu, en borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn gerðu samning við bílaframleiðandann á síðasta ári um kaup á 15 Hyundai ix35 vetnisrafbílum. Næstu ökutækin fara síðan til Skåne í Svíþjóð en ástæðan fyrir því að Skandinavía varð fyrir valinu er viljayfirlýsing sem undirrituð var í Október 2012 þar sem bílaframleiðendur og aðilar frá skandinavíu og Íslandi stofnuðu til samstarfs um innleiðingu vetnisbíla og innviða.
Author Archives: Anna
Umhverfisvæn ökutæki í Bandaríkjunum
Hlutdeild seldra umhverfisvænna ökutækja í Bandaríkjunum er ekki mikil. Hybrid bílar eru þar mest seldir eða 3,3% af öllum seldum bílum. Greinin hér fyrir neðan skýrir hvernig bílaframleiðendur ætla að reyna að ná þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett. En neytendur stjórnast af verðinu og þeim tæknilausnum sem uppfyllir þarfir þeirra til ökutækisins.
Heimsókn Grænu Orkunnar í Gufunes
Meðlimum Grænu Orkunnar var boðið í heimsókn í Gufunesið að skoða starfstöðvar Metanorku, Íslenska Gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar (metanbill.is) í síðustu viku.
Heimsóknin byrjaði á fyrirlestri um starfsemina og endaði á skoðunarferð um svæðið þar sem metanstöð og verkstæðið var skoðað. Auk þess var þátttakendum sýnd lífdíselframleiðslan sem er á svæðinu.
Heimsóknin var vel heppnuð í alla staði og þátttakan góð, eða um 30 manns.
Flutningafyrirtæki sýna áhuga á vistvænum samgöngum
Undanfarið hefur Græna Orkan farið í heimsóknir til flutningafyrirtækja hérlendis til að kanna áhuga þeirra á vistvænum samgöngum. Fyrirtækin eru komin mislangt á veg í þessum málum, sum eru komin langt með breytingar á bílaflotanum á meðan önnur eru að taka sín fyrstu skref.
Hér eru þau fyrirtæki sem hafa skráð sig í Grænu Orkuna og bjóðum við þau velkomin:
Ef fyrirtæki eða stofnanir hafa áhuga á að skrá sig í Grænu Orkuna vinsamlegast sendið tölvupóst á glk[hjá]newenergy.is
Grein frá Financial Times um sölu rafbíla
Financial Times skrifaði á dögunum ítarlega grein um rafbíla, þar sem markaðurinn er greindur og farið er yfir sölutölur fyrir rafbíla undanfarinna ára.
Útflutningur metanóls til Hollands
Fyrsti farmur af metanól-framleiðslu Carbon Recycling International verksmiðjunnar á Svartsengi var í síðustu viku seldur til Hollensks olíu fyrirtækis í Rotterdam.
Rafknúnir strætisvagnar frá Kína til sölu í ESB
Kínverskur bílaframleiðandi að nafni BYD hefur fengið leyfi til að selja rafknúna strætisvagna á ESB svæðinu, fyrstu vagnarnir verða afhentir í þessum mánuði í Búlgaríu.
EB setur af stað áætlun fyrir visthæft eldsneyti
Evrópusambandið tilkynnti í síðasta mánuði að aukinn stuðningur yrði við visthæft eldsneyti í aðildarríkjum þess. Hefur sambandið sett fram bindandi markmið fyrir vetnis innviði, hleðslustöðvar fyrir rafbíla, lífeldsneyti og náttúrulegt gas.
100 milljónir danskra króna í vetnis uppbyggingu
Jákvæðar fréttir bárust frá Danmörku í vikunni þegar stjórnvöld þarlendis veittu 10 milljónum danskra króna í styrkveitingu til uppbyggingar á vetnis-innviðum í landinu
Sjá frétt í heild sinni hér. (á dönsku)
Ný skýrsla frá Norrænnum orkurannsóknum
Skýrsla um norrænar tæknilausnir í orkumálum kom út þann 22. Janúar 2013, en í skýrslunni er stungið uppá leiðum sem norðurlöndin geta farið til að ná takmörkum sínum í minnkun útblásturs fyrir 2050.
Skýrslan verður kynnt þann 12 Febrúar, klukkan 9:00-12:00 í húsakynnum Orkustofnunnar að Grensásvegi 9 – sjá dagskrá.
Hægt er að skrá sig hér (endurgjaldslaust).
Finna má skýrsluna hér í heild sinni.