Nýlega þróaði DNV GL í Noregi viðmið fyrir rafgeyma-kerfi á sjó. Markmið viðmiðanna er að hjálpa skipaeigendum, slippum og öðrum í sama geira til að framkæma hagkvæmnis athuganir fyrir Lithium rafgeymakerfi.
Category Archives: Óflokkað
Afhjúpun rafkappakstursbílinn TS14
Háskólahópurinn SPARK mun afhjúpa rafkappakstursbílinn TS14 fimmtudaginn næstkomandi, á Háskólatorgi kl. 17
Við hvetjum áhugasama til að mæta og kynna sér þetta gífurlega spennandi verkefni.
Fyrirlestrar frá Artic Circle ráðstefnunni
Fyrirlestrar og umræður frá Artic Circle ráðstefnunni sem haldin var í október 2013 eru nú aðgengilegir áhugasömum: http://vimeo.com/user20259190/videos
Fyrsta vetnisstöðin í Helsinki
Í liðinni viku opnaði fyrsta vetnisáfyllingarstöðin í Vuosaari höfninni í Helsinki. Þetta er fyrsta stöðin sem er opin almenningi og eru borgaryfirvöld þar hvött til að styðja verkefnið með því að fjárfesta í vetnis-strætisvögnum.
Góð sala Nissan Leaf
Sala á Nissan Leaf hefur gengið vel frá því að bíllinn kom á markað árið 2010 og á annað hundrað þúsund eintaka verið seld á heimsvísu.
Skýrsla um áhrif olíuverðs á verðþróun orku í Evrópu
Nýlega var gefin út skýrsla sem ber heitið: “The Impact of the Oil Price on EU Energy Prices”
Rannsóknin fór fram að beiðni nefndar um iðnað, rannsóknir og orku innan Evrópuþingsins.
Abstract:
Oil prices have increased considerably over the past years at global level, while
natural gas and other energy prices have seen differing developments in each
world region. The present report examines the level of impact of high oil prices
on European energy prices and analyses the underlying mechanisms. Policy
options to reduce this impact are discussed.
Rafbílavæðing Elysee hallarinnar
Frakklandsforseti hefur ákveðið að sýna fordæmi við endurnýjun flota Elysee hallarinnar í París (ca. 100 ökutæki) og fjárfesta eingöngu í rafbílum. Líklegt þykir að rafbíllinn Renault Zoe muni leysa gömlu bílana af hólmi.
Opnun hraðhleðslustöðvar ON og BL
Síðastliðinn þriðjudag opnuðu Orka náttúrunnar (ON) og BL tvær hraðhleðslustöðvar í Reykjavík. Stöðvarnar eru annarsvegar fyrir utan höfuðstöðvar ON (Bæjarhálsi 1) og hinsvegar fyrir utan verslun BL við Sævarhöfða .
Þetta samstarfsverkefni BL, ON og Nissan Europe markar upphafið á uppbyggingu alls tíu hraðhleðslustöðva á suðvestur horni landsins, fyrirhugaðar staðsetningar eru: Miðborgin, Miklabraut, Kópavogur, Garðabær (IKEA), Reykjanesbær, Borgarnes, Laugavatn og Selfoss. Miðað verður að því að uppsetning stöðvanna ljúki um miðbik ársins 2014. Uppsetning stöðvanna gerir rafbílaeigendum kleift að fá 80% hleðslu á 30-40 mínútum og gefa því möguleika á að keyra lengri vegalengdir.
Hér má finna fyrirlestra málþingsins:
2. Ole Henrik Hannisdal, verkefnisstjóri Grönnbil í Noregi
Marina
Stærsta verkefni formennskuáætlunar Íslands í norrænu ráðherranefndinni heitir NordBio og var kynnt þann 5. Febrúar síðastliðinn. Markmið verkefnisins er að draga úr sóun og auka sjálfbæra nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndunum. Undir NordBio verkefninu eru fimm undirverkefni og ber eitt þeirra heitið Marina.
Hér má sjá kynningu NordBio verkefnisins og undirverkefna.
Markmið Marina verkefnisins er að minnka útblástur frá skipaflotanum með því að auka hlut vistvæns eldsneytis. Til að ná settum markmiðum miðar verkefnið að því að skapa samskiptanet milli allra lykilaðila á Norðurlöndunum. Samskiptanetinu er ætlað að koma með tillögur að sameiginlegri stefnumótun fyrir Norðurlöndin og ráðamenn þeirra um hvernig megi auka hlut vistvænna samganga á sjó og minnka þar með koltvísýringsútblástur. Stefnt er að því að stefnumótunin muni setja markmið fyrir 2025 auk þess sem litið verður til langtímamarkmiða (t.d. 2050). Útkoma verkefnisins verður stefnumótandi plagg og mun verkefnið halda ráðstefnu til að miðla niðurstöðu verkefnisins. Vonir eru auk þess bundnar við að samskiptanetið muni lifa lengur en verkefnið sjálft og verða sjálfstæð eining.
Á síðasta fundi Grænu orkunnar voru þátttakendur jákvæðir gagnvart því að auka hlut skipa í samtökunum og hefur því stjórn Grænu orkunnar óskað eftir því að Marina verkefnið verði hluti að samtökunum enda fari málefnin vel saman. Þau fyrirtæki og samtök sem tengd eru sjávarútvegi og skipaflotanum eru því hvött til að senda upplýsingar til glk[at]newenergy.is og skrá sig í Grænu orkuna.
Opnun fyrstu hraðhleðslustöðvar landsins
Á þriðjudaginn næstkomandi (11. mars) efnir Orka náttúrunnar til málþings í tilefni af opnun fyrstu hraðhleðslustöðvar landsins.
Málþingið verður haldið að Bæjarhálsi 1 kl. 13:00-15:30