Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum.
Markmið viðburðarins sem fer fram í dag, 5. maí, er meðal annars að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.
Þátttakendur úr atvinnulífinu verða:
Jón Gestur Ólafsson, gæða,- umhverfis-og öryggisstjóri Bílaleiga Akureyrar / Europcar
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Elding Whale Watching Reykjavik
Auður H. Ingólfsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarður – Vatnajökull National Park
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka
Samtalinu verður streymt á vefnum miðvikudaginn 5. maí kl. 13-14.30.