Orkusjóður opnar fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta verkefna

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.

Að þessu sinni verða alls 900 milljónir til úthlutunar til eftirfarandi viðfangsefna

  • Framleiðsla endurnýjanlegs eldsneytis (raf- eða lífeldsneytis)
  • Innviðir fyrir orkuskipti (hleðslu- eða áfyllingarstöðvar)
  • Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað olíu

Sjá nánar á vef Orkustofnunar.

Ársfundur Grænvangs 5. apríl

Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, var haldinn þriðjudaginn 5. apríl kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík. Honum var einnig streymt á vefsíðu Grænvangs en þar má nálgast upptöku að fundinum loknum.

Ársfundur Grænvangs 2022. Samstíga á árungursríkri loftslagsvegferð, Þáttur atvinnulífsins í orkuskiptum Íslands. from Íslandsstofa on Vimeo.

Umsóknarfrestur í Loftslagssjóð 9. desember!

Opið er fyrir umsóknir í Loftslagssjóð til 9. desember næstkomandi klukkan 15.

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni og fræðslu- og kynningarverkefni sem stuðla að samdrætti í losun eða hafa áhrif á samdrátt í losun.

Að þessu sinni er boðið er upp á tvær tegundir styrkja til eins árs:

  • Styrki til nýsköpunarverkefna sem m.a. er ætlað að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun
  • Styrki til kynningar og fræðslu um loftslagsmál

Sjá nánar á vef Rannís.

Viðburður 30. september: Orkuskipti á flugvöllum

May be an image of airplane

Þann 30. september 2021 stóð Græna orkan í samstarfi við Isavia og Verkís fyrir vefviðburði undir yfirskriftinni orkuskipti á flugvöllum. Framsögumenn fundarins voru eftirfarandi:

• Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme

• Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Isavia

• Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur Verkís

Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, stjórnarmaður Grænu Orkunnar og verkefnastjóri hjá Samtökmu ferðaþjónustunnar.

Hér má sjá upptöku af fundinum.

Tækifæri og áskoranir í loftlagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu

Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum.
Markmið viðburðarins sem fer fram í dag, 5. maí, er meðal annars að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.
Þátttakendur úr atvinnulífinu verða:
Jón Gestur Ólafsson, gæða,- umhverfis-og öryggisstjóri Bílaleiga Akureyrar / Europcar
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Elding Whale Watching Reykjavik
Auður H. Ingólfsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarður – Vatnajökull National Park
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka
Samtalinu verður streymt á vefnum miðvikudaginn 5. maí kl. 13-14.30.

Hátækni CRI nýtt í Noregi

Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.

Norska landsvirkjunin Statkraft, kísilmálmframleiðandinn Finnfjord og íslenska
hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) vinna nú í sameiningu að
því að þróa fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir rafeldsneyti í fullri stærð.

Verksmiðjan mun afkasta 100.000 tonnum af rafmetanóli á ári. Hún mun hagnýta
koltvísýring (CO2) frá kísilmálmverksmiðju Finnfjord í samnefndum firði og vetni
sem framleitt verður með rafgreiningu á vatni með endurnýjanlegri orku af norska
landsnetinu.

Sjá hér grein á vef Statkraft, Tekniske Ukeblad. og Visir.is.

Samræmingarfundur aðila í orkuskiptum

Mynd: Kamma Thordarson

Nú í vikunni fór fram samræmingarfundur nokkurra aðila sem eiga það sammerkt að vinna að orkuskiptum hér á landi.

Þátttakendur voru Græna orkan, Grænvangur – samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir, Íslensk NýOrkaOrkuklasinn, Orkuskiptahópur Samorku og fulltrúar frá

Líflegar umræður sem stýrt var af Manino drógu fram helstu áherslur félaganna í dag og nauðsynleg skref til þess að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og áform um kolefnishlutleysi 2040.

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í gær, 23. júní. Með aðgerðunum er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005.

46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.