Málþing um oxun metans 14. ágúst

Þann 14. ágúst næstkomandi munu EFLA verkfræðistofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir málþingi um oxun metans. Fjallað verður um meðhöndlun hauggass á nokkrum urðunarstöðum á Íslandi auk þess sem Alexandre Cabral mun kynna rannsóknir og aðferðir við oxun metans í Quebec í Kanada. Málþingið fer fram í húsakynnum Sorpu í Álfsnesi fyrir hádegi, 9-12.

Dagskrá má nálgast hér og skráning er ekki nauðsynleg.


					

Fyrsti metanbíll Skoda afhentur

Nú fyrir stuttu afhenti Hekla fyrstu Skoda Octavia G-Tec bifreið sína, sem gengur bæði fyrir metani og bensíni. Bíllinn er með þrjá eldsneytistanka og kemst allt að 1330 km án þess að þurfa áfyllingu. Hann er mjög umhverfisvænn og því undanþeginn vörugjöldum: nýr metanbíll Heklu er hagkvæmur í innkaupum og rekstri.

Sjá frekar í frétt mbl.is og hjá Heklu.