Upptaka frá metan viðburði 23. október

Viðburður Grænu orkunnar, Grænni byggðar og Orkustofnunar sem bar yfirskriftina Hvað á að gera við metanið? fór fram í Orkugarði í dag, 23. október. Um 60 gestir tóku þátt og hlýddu á fyrirlestrana fimm. Við viljum koma á framfæri þökkum til fyrirlesara fyrir áhugaverð erindi og fundarstjóra fyrir dygga tímastjórnun og spurningar. Fyrirlesarar voru:

Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
Stefán Þór Kristinsson, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu
Auður Nanna Baldvinsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og stjórnarformaður Grænu orkunnar
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg

Fundarstjóri var Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.

Hér fyrir neðan má nálgast upptöku frá viðburðinum.

 

Viðburður 23. október: Hvað á að gera við metanið?

Græna orkan, Grænni Byggð og Orkustofnun standa fyrir hádegisviðburði sem ber yfirskriftina “Hvað á að gera við metanið?” miðvikudaginn 23. október.

Ræddar verða leiðir til að auka nýtingu metans hér á landi, og hlutverk þess í orkuskiptum, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar aukningar í framleiðslu þess með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu.

Fyrirkomulagið með örlítið öðrum hætti en verið hefur. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:30.

Dagskráin mun verða eftirfarandi:
Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri Þróunar hjá EFLU verkfræðistofu
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg

Fundarstjóri verður Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Metan: vannýtt auðlind á Íslandi

Related image

Metan frá urðunarstað Sorpu er í dag sorglega vannýtt auðlind hér á landi og huga þarf að aukningu á nýtingu þess, sérstaklega í ljósi þess að framleiðsla þess mun tvöfaldast þegar gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa á næsta ári. Þetta kemur fram í grein á vef Sorpu, sem birt var í liðinni viku. Greinina má lesa í heild sinni hér.

Vistvænir bílar eru í stórsókn

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir vistvæna bíla vera í stórsókn og í dag bjóði Hekla upp á 40 mismunandi bíltegundir og út­færsl­ur í vist­væn­um flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsu­bis­hi og Skoda.  Sala umboðsins á vist­væn­um bíl­um er 50% meiri í ár en í fyrra.

Sjá nánar í frétt úr bílablaði mbl.is.

Örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti og eldsneytiseftirlit

Græna orkan býður félögum til örfyrirlestra í Orkugarði fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 14.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Eftirlit OS með endurnýjanlegu eldsneyti – Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun
  • Endurnýjanlegt metanól CRI – Benedikt Stefánsson, CRI
  • Framtíðar íblöndun í vistvænt eldsneyti – Sigurður Eiríksson, Íslenskt eldsneyti
  • Dísileldsneyti úr lífrænum úrgangi – Sigurður Ingólfsson, Lífdísill
  • Lífdísilvörur Orkeyjar – Teitur Gunnarsson, Mannvit
  • Metanframleiðsla Sorpu bs. Sjálfbærasti kosturinn? – Bjarni Hjarðar, Sorpa
  • Vistorka – veseni breytt í verðmæti – Guðmundur H. Sigurðarson, Vistorka
Reiknað er með að hver fyrirlestur taki um 10 mínútur og tími gefist fyrir 1-2 spurningar. Í lok dagskrár verða umræður og tækifæri til frekari fyrirspurna.
Aðgangur er ókeypis en skráning til þátttöku skal berast til amk@newenergy.is.

Málþing um oxun metans næstkomandi föstudag, 14. ágúst

Þann 14. ágúst næstkomandi munu EFLA verkfræðistofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir málþingi um oxun metans. Fjallað verður um meðhöndlun hauggass á nokkrum urðunarstöðum á Íslandi auk þess sem Alexandre Cabral mun kynna rannsóknir og aðferðir við oxun metans í Quebec í Kanada. Málþingið fer fram í húsakynnum Sorpu í Álfsnesi fyrir hádegi, 9-12.

Dagskrá má nálgast hér og skráning er ekki nauðsynleg.

Kort af staðsetningu málþingsins í Álfsnesi.