Aðalfundarboð 2024

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2024-5 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 28. apríl.

Í kjölfar stefnumótunarvinnu á undanförnu starfsári leggur stjórn til all nokkrar breytingar á samþykktum félagsins sem endurspegla breytta stöðu í orkuskiptum en einnig markmið stjórnvalda. Sjá í skjali hér neðar á síðunni.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 23. apríl 2024, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára. Félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar í netfangið amk@newenergy.is fyrir lok dags 23. apríl 2024.

N1 og Tesla í samstarf um hleðslustöðvar

N1 og Tesla á íslandi hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið.

Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslug­arða inn­an tveggja ára. Sam­tals eru því áform um nítj­án nýja hraðhleðslug­arða og mun hraðhleðslu­stæðum við þjón­ustu­stöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tíma­bili,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­u frá N1.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Kveikur fjallar um rafbílavæðinguna

Rafbílar í hleðslu (mynd úr einkasafni)

Kveikur fjallar um rafbílavæðingu landsins í þætti sínum í vikunni. Þar er fjallað um málefnið út frá sjónarmiðum rafbílaeigenda, rekstraraðila hleðsluinnviða, orkufyrirtækja og fleiri aðila. Meðal þeirra sem leggja orð í belg, ásamt rafbílaeigendum, eru

Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslenskri Nýorku

Auður Alfa Ólafsdóttir, Alþýðusamband Íslands – ASÍ

Guðjón Hugberg Björnsson, Orka náttúrunnar

Hafrún Þorvaldsdóttir, e1

Kjartan Rolf Árnason, RARIK

Sigurður Ástgeirsson, Ísorka

Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun

Steingrímur Birgisson, Bílaleiga Akureyrar / Europcar

Tómas Kristjánsson, Rafbílasamband Íslands

Þáttinn í heild sinni má sjá á vefsíðu Kveiks.

Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um 30% á síðustu 10 árum

Rafbílar í hleðslu í Noregi (Mynd: Græna orkan)

Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um 30% undanfarinn áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist. Bílaleigubílar eiga sinn þátt í aukningunni. Þeim hefur fjölgað, en þó ekki nema um fimmtán þúsund á áratug.

Þetta kemur fram í frétt eftir Alexander Kristjánsson á ruv.is og vísar þar til upplýsinga er komu fram í erindi Stefaníu Kolbrúnar Ásbjörnsdóttur, hagfræðings hjá Samtökum atvinnulífsins á skattadegi Deloitte.

Viðburður 11. nóvember: Staða hleðsluinnviða fyrir rafbíla og notkun þeirra á Íslandi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Íslenskri Nýorku að gera óformlega netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda í sumar. Verkefnið er unnið fyrir starfshóp ráðuneyta um orkuskipti og fór könnunin fram í júlí og ágúst 2021.

Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvar í hleðslukerfi landsins eru flöskuhálsar, ef einhverjir. Könnunin átti að gefa vísbendingar um hvar mest væri hlaðið og hvort nauðsynlegt sé að veita frekara fjármagni til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla um landið allt.

Á þessum viðburði mun Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku, kynna helstu niðurstöður könnunarinnar. Hann fer fram á Zoom klukkan 13, fimmtudaginn 8. nóvember og er öllum opinn. Lykilorð til að komast inn á fundinn er 7913.

Parísarborg býður ívilnanir vegna kaupa á nýorkubílum

Paris to only allow electric cars as soon as 2030 ahead of France's 2040  goal - Electrek

Borgarstjórn Parísar-svæðis hefur ákveðið að greiða hverjum þeim sem fjárfestir í vistvænum bíl (rafbíla, tengiltvinn, metanbíl eða vetnisbíl) allt að EUR 6.000 (um það bil ISK 900.000) ef hann kemur í stað bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Ívilnunin verður fyrst um sinn í gildi til 1. janúar 2023 og getur hver og einn Parísarbúi notið hennar einu sinni. Þar að auki geta kaupendur notið ríkisívilnunar í formi endurgreiðslu fastrar upphæðar fyrir bíla á verðbilinu EUR 45.000-60.000.

Sjá nánar í frétt Electrive.com

5 febrúar: Kynningarfundur verkefnis um hleðsluinnviði fyrir rafbíla

Í hádeginu föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Dagskráin verður á þessa leið:

12:05 Bakgrunnur verkefnis
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku

12:10 Þarfa- og kostnaðargreining fyrir hleðsluinnviði á ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll
Haukur Hilmarsson, hagfræðingur, EFLU verkfræðistofu

12:40 Heildarniðurstöður verkefnis
Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri, Íslenskri NýOrku

12:55 Umræður og spurningar

13:15 Fundi slitið

Nánar um viðburðinn á Facebook.

Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Zoom.

Bílaleigum veittur afsláttur af vörugjöldum

Meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar hefur lagt til að bíla­leig­um verði veitt­ur af­slátt­ur af vöru­gjöld­um bíla árin 2021 og 2022. 📆
Afslátturinn verður háð þeim skil­yrðum að til­tekið hlutall ný­skráðra bíla hjá fyr­ir­tæki, 15% árið 2021 og 25% árið 2022, séu vist­væn­ir, þ.e. raf­magns-, vetn­is- eða ten­gilt­vinn­bíl­ar. 🚗
Þetta er mikilvægur liður í því að gera bílaleigum betur kleift að kaupa inn vistvæna bíla, en þær eru afar mikilvægur þátttakandi á eftirmarkaði með ökutæki hér á landi. 💡

14 húsfélög fengu styrk fyr­ir hleðslu­stöðvar

Alls var um 19,5 millj­ón­um króna út­hlutað úr styrkt­ar­sjóði til fjór­tán hús­fé­laga í Reykja­vík á síðasta ári vegna upp­setn­ing­ar hleðslu­búnaðar fyr­ir raf­bíla á lóðum fjöleign­ar­húsa.

Um er að ræða sjóð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur sem liðka á fyr­ir stór­felldri upp­bygg­ingu innviða í borg­inni fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur. Hvor aðili um sig legg­ur 20 millj­ón­ir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 millj­ón­ir króna.