Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum en sjóður styrkir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til þróunar og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og ekki síður sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi. Úthlutað er tvisvar á ári og tekið er á móti umsóknum um styrki úr sjóðnum til 10. október 2015.