Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við gerð stefnu um eflingu lífhagkerfisins á Íslandi.
Markmið lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland eru að styðja sjálfbæra þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem byggir á nýtingu lífauðlinda, þvert á hinar svonefndu hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnað, sjávarútveg og matvælavinnslu.
Nú hafa drög að stefnunni verið birt og eru til kynningar. Þeir sem láta sig þetta málefni varða eru hvattir til að kynna sér drögin og senda athugasemdir eða ábendingar til ráðuneytisins fyrir 20. ágúst 2016.
Sjá nánar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.