Ársfundur Orkustofnunar 2023 – Orka, vatn og jarðefni

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 9. júní á milli kl. 9 til 11:30. Húsið opnar kl: 8:30 og boðið er upp á morgunhressingu. Skráning á viðburðinn fer fram á síðu Orkustofnunar.

Dagskrá verður á þessa leið

Ávarp umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson

Ávarp orkumálastjóra Halla Hrund Logadóttir frá Orkustofnun

Skilvirkni stjórnsýslu á tímum orkuskipta og nýsköpunar

Leyndardómar leyfisveitinga Marta Rós Karlsdóttir, Ph.D. sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar

Örerindi

Skilvirkari stjórnsýsla – eingreiðslur vegna umhverfisvænnar orkuöflunar Eyrún G. Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs

Áður en lengra er haldið, mikilvægi framtíðarsýnar í stjórnsýslu Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur auðlindanýtingar og Tinna Jónsdóttir, verkefnastjóri auðlindaeftirlits

Raforkuöryggi – markaður, tækifæri og áskoranir

Raforkuöryggi í þágu almennings – Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri raforkueftirlits Orkustofnunar

Örerindi

Orkuhermirinn: Hvernig metum við raforkuöryggi á Íslandi Dagur Helgason, sérfræðingur í greiningu orkumarkaða – Greining á orkulíkaninu
Gögn og greiningar – vannýtta auðlindin Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri greininga og gagnavinnslu
Orkusjóður, tenging á milli fortíðar og framtíðar Eyrún G. Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs

Lokaorð Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. Forseti Íslands

Fundarstjórn Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma

Aðalfundur Grænu orkunnar 25. maí 2023

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 25. maí 2023 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla stjórnar lögð fram

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Breytingar á samþykktum

Ákvörðun árgjalds

Kosning stjórnar

Önnur mál

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2023 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 1. maí.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 18. maí 2023, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir lok dags 18. maí 2023.


Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Nei, það er ekki pláss fyrir einn bensínbíl í viðbót. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar og María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins munu kynna og fara yfir vegasamgöngulíkan sem unnið hefur verið að í kjölfar samstarfsverkefnis atvinnulífs og stjórnvalda, Loftslagsvegvísir atvinnulífsins (LVA).

Stjórn Grænu orkunnar og verkefnastjórar halda virku samtali við stjórnvöld um mögulegar ívilnanir til að styðja við orkuskipti í samgöngum. Við þetta tækifæri vill stjórn efna til umræðna um aðgerðir til að hraða orkuskiptum og óskar því eftir innleggi frá meðlimum Grænu orkunnar. Erindum Egils og Maríu er ætlað að vera innlegg í umræður á fundinum en einnig verða viðstaddir fulltrúar Fjármála- og efnahagsráðuneytis, Innviðaráðuneytis, og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 15:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Kveikur fjallar um rafbílavæðinguna

Rafbílar í hleðslu (mynd úr einkasafni)

Kveikur fjallar um rafbílavæðingu landsins í þætti sínum í vikunni. Þar er fjallað um málefnið út frá sjónarmiðum rafbílaeigenda, rekstraraðila hleðsluinnviða, orkufyrirtækja og fleiri aðila. Meðal þeirra sem leggja orð í belg, ásamt rafbílaeigendum, eru

Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslenskri Nýorku

Auður Alfa Ólafsdóttir, Alþýðusamband Íslands – ASÍ

Guðjón Hugberg Björnsson, Orka náttúrunnar

Hafrún Þorvaldsdóttir, e1

Kjartan Rolf Árnason, RARIK

Sigurður Ástgeirsson, Ísorka

Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun

Steingrímur Birgisson, Bílaleiga Akureyrar / Europcar

Tómas Kristjánsson, Rafbílasamband Íslands

Þáttinn í heild sinni má sjá á vefsíðu Kveiks.

Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um 30% á síðustu 10 árum

Rafbílar í hleðslu í Noregi (Mynd: Græna orkan)

Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um 30% undanfarinn áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist. Bílaleigubílar eiga sinn þátt í aukningunni. Þeim hefur fjölgað, en þó ekki nema um fimmtán þúsund á áratug.

Þetta kemur fram í frétt eftir Alexander Kristjánsson á ruv.is og vísar þar til upplýsinga er komu fram í erindi Stefaníu Kolbrúnar Ásbjörnsdóttur, hagfræðings hjá Samtökum atvinnulífsins á skattadegi Deloitte.

Ársfundur Grænvangs 5. apríl

Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, var haldinn þriðjudaginn 5. apríl kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík. Honum var einnig streymt á vefsíðu Grænvangs en þar má nálgast upptöku að fundinum loknum.

Ársfundur Grænvangs 2022. Samstíga á árungursríkri loftslagsvegferð, Þáttur atvinnulífsins í orkuskiptum Íslands. from Íslandsstofa on Vimeo.

Vefviðburður 9. júní: Rafvæðing hafna á Íslandi

May be an image of body of water

Græna orkan, Verkís og Orkustofnun stóðu fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu 9. júní. Þar fjallaði Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Skýrslan hefur verið birt á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundarstjóri var Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni.

Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.

Glærur Kjartans má nálgast hér:

320 milljónir til orkuskipta á árinu 2021

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum,
💡 annars vegar til orkuskipta
🔌 og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva
Græna orkan fagnar þessu framtaki mjög – sjá auglýsingu Orkusjóðs hér fyrir neðan og nánar í meðfylgjandi hlekk.

Samræmingarfundur aðila í orkuskiptum

Mynd: Kamma Thordarson

Nú í vikunni fór fram samræmingarfundur nokkurra aðila sem eiga það sammerkt að vinna að orkuskiptum hér á landi.

Þátttakendur voru Græna orkan, Grænvangur – samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir, Íslensk NýOrkaOrkuklasinn, Orkuskiptahópur Samorku og fulltrúar frá

Líflegar umræður sem stýrt var af Manino drógu fram helstu áherslur félaganna í dag og nauðsynleg skref til þess að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og áform um kolefnishlutleysi 2040.

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í gær, 23. júní. Með aðgerðunum er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005.

46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.