Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

13. febrúar: Hádegisfyrirlestur um vistvænar almenningssamgöngur

iCal Import
Start:
13/02/2019
Venue:
Orkugarður
Address:
Google Map
Grensásvegur 9, Reykjavík, Iceland, 108

Rafmagnsstrætó til sýnis við Hörpu í maí 2018. Mynd: AMK.

Nú líður að fyrsta hádegisfyrirlestri ársins 2019 um orkuskipti sem Orkustofnun og Græna orkan standa í sameiningu að. Að þessu sinni verða vistvænar almenningssamgöngur til umfjöllunar. Tveir fyrirlesarar munu halda stutt erindi:

Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs
Lilja Guðríður Karlsdóttir, verkefnastjóri Borgarlínu

Sem fyrr, verður fyrirkomulagið með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00. Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á Facebook viðburði.

Uppfært 13. febrúar: glærur Jóhannesar og Lilja eru nú aðgengilegar hér fyrir ofan.