Græna orkan og Orkustofnun stóðu sameiginlega fyrir vefviðburði í hádeginu 23. mars 2021 sem bar yfirskriftina „Orkusjóður – hlutverk hans í orkuskiptum.“
Hlutverk Orkusjóðs er meðal annars að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.
Á veffundinum ræddi Ragnar Ásmundsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, aðkomu Orkusjóðs í orkuskiptum og áherslur undanfarinna ára auk þess sem hann skyggndist inn í framtíð orkuskipta á Íslandi.
Viðburðurinn fór fram í beinni útsendingu á Zoom en hér má nálgast upptöku frá viðburðinum.