Örkynningar Orkusjóðs og Grænu orkunnar 23. október 2023

Í september mánuði úthlutaði Orkusjóður rúmlega 900 milljónum til orkuskipta verkefna sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta í staðinn vistvæna, endurnýjanlega orku.

Af því tilefni bjóða Græna orkan, Orkusjóður og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið til örkynninga á Nauthóli 23. október. Fundinum verður einnig streymt. Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála mun flytja opnunarávarp en svo fjalla styrkþegar um verkefni sín, sem eru afar fjölbreytt, misstór og verða unnin í mörgum atvinnugreinum.

Öll velkomin! Kaffi og léttar veitingar verða í boði að loknum kynningum. Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri Grænu orkunnar.

Svo unnt sé að áætla magn veitinga og koma í veg fyrir matarsóun er skráning á staðfund æskileg. Skráning fer fram hér.