Orkusjóður hefur nú úthlutað tæpum 400 milljónum til kaupa á vistvænum þungaflutningstækjum. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur allir sömu styrkupphæð, óháð stærð verkefnis. Meðal þeirra eru Brimborg og Íslandspóstur, sem eru aðilar að Grænu orkunni. Umfjöllun og tæmandi lista styrkþega má finna á vef Orkustofnunar.
Orkusjóður er samkeppnissjóður og helstu matsviðmið eru hversu mikil olía (eða annað jarðefnaeldsneyti) fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð – svokallað „verð á lítra“ viðmið. Orkusjóði er falið að flýta orkuskiptum með sannreyndri tækni. Sú tækni má vera ný af nálinni með því skilyrði að hún sé fullreynd markaðsvara.