Málþing: Er íslensk orka til heimabrúks?

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum standa fyr­ir málþingi á Grand hót­eli í Reykja­vík í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Er ís­lensk orka til heima­brúks – staðan í orku­mál­um með áherslu á íbúa og sveit­ar­fé­lög.

Á málþing­inu verða helstu áskor­an­ir og tæki­færi í orku­öfl­un framtíðar fyr­ir köld svæði rædd, en þar halda meðal ann­ars er­indi Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is, orku, og lofts­lags­ráðherra, Hörður Árna­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar og Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, er formaður sam­taka sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum, og opn­ar hún málþingið.

Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér: