Alþingi samþykkti þann 19. Júní að fella tímabundið (til lok árs 2013) niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisbílum. Ísland er framarlega í þessum málum, en það er annað landið í heiminum, á eftir Noregi, til að stíga þetta skref.
Lögin kveða á um að tollstjóra sé heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af rafmagns- eða vetnisbifreið að hámarki 1.530.000 kr. og af tengiltvinnbifreið að hámarki 1.020.000 kr.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um þetta bráðabirgða ákvæði á vefsíðu Alþingis.
Með þessari niðurfellingu auk þeirra breytinga sem urðu á vörugjöldum í byrjun árs 2011, er verið að stuðla að aukinni samkeppnishæfni visthæfra ökutækja á íslenskum markaði.