Sala á rafbílum um allan heim hefur valdið talsverðum vonbrigðum hjá bílaframleiðendum. Neikvæðar fréttir hafa verið í fjölmiðlum og bílaframleiðendur hafa dregið saman framleiðslu á slíkum bílum. Eitt land hefur þó mikla sérstöðu en það eru frændur okkar í Noregi. Salan þar hefur vaxið í ár umfram spár. Miklar ívilnanir eru í gildi fyrir rafbíla í Noregi sem eflaust hefur mikil áhrif og hafa margir velt því fyrir sér hvort það sé ástæðan eða hvort það sé vegna góðs efnahagsástands. Hverju sem líður þá er ekkert land með tærnar þar sem Norðmenn eru með hælana varðandi sölu á rafbílum.
Sjá nánar http://www.tu.no/motor/2012/10/02/hver-tjuende-bil-er-elektrisk (rétt er að benda á að greinin er á norsku).