Vinnufundur Grænu Orkunnar – 29. nóvember 2012

Við hjá Grænu Orkunni viljum bjóða ykkur á vinnufund þar sem áhugasamir geta kynnt sín verkefni með svokölluðum örfyrirlestrum, þessi fundur verður með svipuðu sniði og haldinn var í Júní 2010 og er þetta því kjörið tækifæri til að koma skilaboðum ykkar á framfæri. Slíkir fyrirlestrar væru ekki meira en 6-8 mínútur (8 glærur hámark) þar sem hægt væri að kynna í örstuttu máli hvaða verkefni er verið að vinna og hvað þyrfti að gera til að verkefnin næðu fram að ganga.

Hér má finna dagskrá vinnufundarins.

Eftir örfyrirlestrana verður skipting í 5 vinnuhópa þar sem formenn vinnuhópanna stýra umræðum og fá viðbrögð frá meðlimum Grænu Orkunnar um helstu áherslumál:

Vinnuhópur 1. Mennta- og öryggismál

Vinnuhópur 2. Nýsköpun, rannsóknar og þróunarsjóðir

Vinnuhópur 3. Íblöndunarefni í hefðbundið eldsneyti

Vinnuhópur 4. Uppbygging innviða

Vinnuhópur 5. Ívilnanir

 

Fundurinn verður haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9 þann 29. nóvember 2012 milli 8:30 – 12:30.