Orkupóstar settir upp á vegum EVEN

Fyrirtækið EVEN sem er einn af samstarfsaðilum Grænu Orkunnar hefur sett upp hleðslupóst sem opinn er fyrir alla rafbíla í Kringlunni. Þessi hleðslupóstur er af svokallaðri annari kynslóð og með þeim á hleðslan að vera bæði öruggari og fljótari.

Samkvæmt Gísla Gíslasyni framkvæmdastjóra EVEN mun klukkutíma hleðsla frá þessum staur gefa 26 km á móti 8 km frá eldri hleðslupóstunum. Auk þess er ekki hægt að kippa snúrunum úr sambandi á meðan hleðsla er í gangi sem eykur öryggistilfinningu þess sem hleður.

EVEN hefur nú þegar sett slíka hleðslupósta upp hjá viðskiptavinum sínum og er stefna þeirra að setja upp slíka pósta um allt land og vera með áskriftakerfi fyrir sína viðskiptavini.