Í síðasta mánuði bárust þær fregnir að Better Place væri orðið gjaldþrota. Better place var stofnað árið 2007 og stefndi að því að til að byrja með að koma upp stöðvum í Kaliforníu, Ísrael og Danmörku sem skipta um tóma rafgeyma í rafbílum – sem er mun fljótari aðferð en að hlaða rafgeyma bílana. Aftur á móti gekk samstarf við bílaframleiðendur illa og auk þess hefur sala á rafbílum valdið vonbrigðum í Danmörku og víðar.