Landsbankinn og Bílaleiga Akureyrar undirrituðu samning nýlega sem gerir flýtibíla að veruleika fyrir starfsfólk Landsbankans. Hugtakið flýtibílar er langt því frá að vera nýtt en flýtibílar hafa verið notaðir víða um heim undanfarin ár. Hugmyndin er að fólk geti leigt sér bíl í allt frá einni klukkustund uppí nokkra daga og geti komist hjá því að eiga bíl og notað almenningssamgöngur eða hjólreiðar með þessari lausn. Þetta er fyrsti samningur þessarar tegundar hér á landi og vonandi, ef vel tekst til, gæti þetta orðið raunhæfur kostur fyrir almenning.