Næstkomandi fimmtudag, þann 15. ágúst kl. 17:00 verður meðlimum Grænu Orkunnar boðið á kynningu og akstursýningu á Rallycrossbrautinni í Hafnarfirði. Þar mun fara fram síðasti akstur FSI 12 bílsins, sem er jafnframt fyrsti akhæfi bíllinn sem smíðaður hefur verið hjá Háskóla Íslands. Auk þess verður kynnt fyrir áhugasömum gengi verkefnisins frá upphafi, árangur liðsins í keppninni og bíl næsta árs yfir léttum veitingum.
Þessi viðburður er á vegum Formula Student verkefnis Háskóla Íslands og hafa nemendurnir áhuga á að ná tali af áhugamönnum um málefnið. Þetta umrædda verkefni snýst fyrst og fremst um að þróa og hanna eins manns rafmagnskappakstursbíl sem liðið síðan smíðar frá grunni, prófar og keppir loks á í alþjóðlegri kappaksturskeppni undir heitinu Formula Student.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Fyrir frekari upplýsingar um verkefnið er hægt að skoða eftirfarandi vefsíður;
https://www.facebook.com/FSIceland