VWs e-Golf, er rafútgáfan af söluhæstabíl Evrópu Volkswagen Golf. Uppgefið drægi bílsins er 130-190 km og kostar um 5,5 milljónir króna í Þýskalandi en er örlítið ódýrari í Noregi þar sem Norðmenn njóta meiri ívilnanna og geta keypt bílinn á 4,5 milljónir króna.
Bíllinn fór í sölu í Noregi á dögunum og sló öll met þegar 1.300 bílar seldust á níu klukkustundum á fyrsta söludegi. Hinar rafbílategundirnar eru því komnar með verðugan keppinaut.
Bíllinn er nánast alveg eins innan og utandyra eins og hefðbundinn Volkswagen Golf. VWs e-Golf er þriðji rafbíllinn sem Volkswagen framleiðir a eftir e-up og eco-up.
Sjá umfjöllun um bílinn og sölu hans í Þýskalandi, mbl.is
Sjá umfjöllun um bílinn og sölu hans í Noregi hér