Orka náttúrunnar opnaði á dögunum fyrstu hraðhleðslustöðina í miðbæ Reykjavíkur. Stöðin er sú níunda sem Orka náttúrunnar reisir á árinu í samstafi við BL og Nissan Europe.
Fram kom á rafbílaráðstefnu, sem haldin var á dögunum, að nýting stöðva fyrirtækisins væri um tvöfalt meiri en notkun þeirra í Noregi.
Alls níu hraðhleðslustöðvar eru nú á suðvestur horni landsins:
Bæjarháls
Sævarhöfða
Skeljungi við Miklubraut
Fríkirkjuveg í Reykjavík
við Smáralind í Kópavogi
IKEA í Garðabæ
Fitjum í Reykjanesbæ
N1 Borgarnesi
Olís á Selfossi
Fyrirhugað er að næsta stöð verði sett upp á Akranesi.