Ólympíuþorp verði fyrsta vetnisþorpið

Borgarstjórn Tokýó hefur áætlanir um að gera Ólympíuþorpið, aðsetur íþróttafólks á ÓL í Japan árið 2020, að nokkurs konar vetnisþorpi, þar sem rafmagn og heitt vatn verði fengið úr vetnisorku. Þetta verður stærsta tilraunaverkefni með vetnisorku til þessa en vetni er afar mikilvægur fulltrúi næstu kynslóðar orkugjafa samkvæmt orkustefnu stjórnvalda fram til ársins 2030.

Sjá nánar í frétt Japan News.