- Maria Erla Marelsdottir, Icelandic Embassy, Berlin
- David Bothe, Frontier Economics – “Hydrogen and E-fuels – key ingredient for a successful energy transition in Germany“
- Sabine Augustin, OGE – “Hydrogen, infrastructure and technology”
- Prof. Dr. Jürgen Peterseim, PWC – “Hydrogen for industrial application – demand and examples”
Category Archives: Vetni
Norðmenn styðja við vetnisvæðingu ferja
Undanfarin ár hafa Norðmenn unnið að því hörðum höndum að draga úr kolefnisfótspori í samgöngu á landi og hafi og þar hefur norska Vegagerðin leikið lykilhlutverk, enda eru ferjur hluti af vegakerfi landsins. Síðan 2016 hafa nokkur verkefni sprottið upp sem miða að hönnun og smíði skipa sem ekki hafa í för með sér útblástur (e. zero emission) og ætluð eru til siglinga á lengri leiðum en þeim sem bátar búnir rafhlöðum geta sinnt. Þar má helst nefna verkefnið HYBRIDShip sem mun sjósetja vetnisferju árið 2020.
Nánar um þetta og þróun vetnis- og rafhlöðutækni fyrir skip í grein DNV GL, sem ber heitið Power ahead with hydrogen ferries.
Umfjöllun um vetnisbílinn Hyundai Nexo
Finnur Thorlacius, blaðamaður hjá Fréttablaðinu, reynsluók nýlega vetnsibílnum Hyundai Nexo. Hann segir meðal annars
Fyrir það fyrsta er geggjað að aka þessum Hyundai Nexo og svo er hann eins umhverfisvænn og hægt er að vera.
Leigubílar í Danmörku verða hreinorkubifreiðar
Nýlega var skrifað undir samkomulag þess efnis að allir leigubílar í Danmörku yrðu hreinorkubílar (e. emission free) frá og með 2025 og ívilnanir fyrir græna leigubíla sem taka gildi strax. Þetta er mikilvægt skref í átt að grænni samgöngum, sér í lagi í borgum, þar sem umferð leigubíla er umtalsverð, segir Tejs Laustsen Jensen, forstjóri Hydrogen Denmark.
Sjá nánar í fréttatilkynningu og á vefsíðu HD.
Nel opnar framleiðslumiðstöð fyrir vetnisstöðvar
Nel ASA opnaði í liðinni viku framleiðslumiðstöð fyrir vetnisstöðvar í Herning í Danmörku. Markar þetta þáttaskil í rekstri fyrirtækisins, og e.t.v. í vetnissögunni, en framleiðslugeta verksmiðjunnar er áætluð um 300 fullbúnar vetnisstöðvar á ári.
Sjá nánar í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Snemmskráningu á HFC Nordic lýkur 15. september
Síðustu forvöð skráningar með afslætti á HFC Nordic
Nú eru síðustu forvöð að skrá sig með svokölluðum early bird afslætti á Norrænu vetnisráðstefnuna HFC Nordic sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 9.-10. október næstkomandi. Skráningargjald hækkar eftir 15. september úr 18.000 í 24.000 krónur.
Dagskráin hefst á heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem skoðaður verður rafgreinir Orku náttúrunnar en hann framleiðir vetni fyrir vetnisstöðvar Orkunnar sem opnaðar voru í júní síðastliðnum. Ráðstefnan sjálf er frá hádegi til hádegis og býður meðal annars upp á fyrirlestra fulltrúa Hyundai, Nel Hydrogen, PowerCell, Scania, Thinkstep og Toyota svo fáeinir séu nefndir. 6.000 króna afsláttur af ráðstefnugjöldum er í boði fyrir þá sem ganga frá skráningu fyrir 15. september. Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar hér. Upplýsingar veitir Anna Margrét Kornelíusdóttir í tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is og í síma 863-6506.
Vetnisbíll ekur 536 á einum tanki
Líkt og kunnugt er voru í byrjun sumars opnaðar tvær vetnisstöðvar á vegum Orkunnar, ein í Reykjavík og önnur í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru vígðir 10 nýir vetnisbílar sem aka nú um götur landsins.
Keilir var eitt þeirra fyrirtækja sem tryggði sér vetnisbíl af gerðinni Hyundai ix35. Nýverið ákváðu þeir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Helgi Dan Steinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, að kanna hversu langt þeir kæmust á vetnistanki. Óku þeir eftirfarandi leið án viðkomu til að fylla á vetnistankinn: Ásbrú – Ártúnshöfði – Vík í Mýrdal (um Þrengsli) – Ásbrú (um Hellisheiði og Reykjavík). Þetta voru alls 536 km á einum tanki – geri aðrir betur!
Vetnisstöð sett upp við Hellisheiðarvirkjun
Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefja tilraunaframleiðslu á vetni við Hellisheiðarvirkjun. Uppsetning rafgreinis til vetnisframleiðslu er liður í evrópska verkefninu Hydrogen Mobility Europe sem Orka náttúrunnar tekur þátt í með tveimur öðrum íslenskum fyrirtækjum; Orkunni og Íslenskri NýOrku. Orkan opnaði tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar í júní síðastliðnum en þaðan verður selt innflutt vetni þar til hægt verður að afgreiða vetni framleitt á Hellisheiði á bíla í október mánuði.
Sjá nánar í frétt mbl.is.
Samstarf Audi og Hyundai um þróun vetnisbifreiða
Audi og Hyundai undirrituðu nýverið samkomulag um samstarf um þróun vetnistækninnar fyrir bifreiðar. Með þessu binda Hyundai menn m.a. vonir við að auka sölu vetnisbíla og draga úr kostnaði og gera tæknina samkeppnishæfa á markaði.
Sjá nánar í frétt Reuters og Green Car Reports.