Orka úr saltpækli notuð í rafbíl

Frumkvöðlafyrirtækið Nanoflowcell tilkynnti nýverið að því hefði tekist að þróa aðferð til að nýta saltpækil sem aflgjafa fyrir rafbíla. Tækn­in bygg­ist á því að tvenns kon­ar raf­vökva, jóna­lausn­um, er dælt í sitt hvorn tank í bíl Nanoflowcell, sem kallast Quarantino. Er vökv­arn­ir bland­ast hand­an svokallaðrar flæðiskilj­u verður til raf­lausn er leys­ir frá sér raf­orku til að knýja bíl­inn. Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldandi prófun og þróun Quarantino bílsins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.