Frumkvöðlafyrirtækið Nanoflowcell tilkynnti nýverið að því hefði tekist að þróa aðferð til að nýta saltpækil sem aflgjafa fyrir rafbíla. Tæknin byggist á því að tvenns konar rafvökva, jónalausnum, er dælt í sitt hvorn tank í bíl Nanoflowcell, sem kallast Quarantino. Er vökvarnir blandast handan svokallaðrar flæðiskilju verður til raflausn er leysir frá sér raforku til að knýja bílinn. Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldandi prófun og þróun Quarantino bílsins.
Sjá nánar í frétt mbl.is.