Borgarstjórar Parísar, Madrídar, Aþenu og Mexíkóborgar tilkynntu nú fyrir skömmu eftir C40 ráðstefnu borgarstjóra um loftslagsmál að þeir hygðust banna akstur dísilbíla í miðborgum sínum. Fjöldi þeirra hefur farið vaxandi síðastliðin ár m.a. vegna þess að útblástur dísilbíla inniheldur hlutfallslega minna koldíoxíð en útblástur bensínbíla. Bruni dísils gefur hins vegar af sér köfnunarefnisdíoxíð og sót, sem valda mikilli mengun í stórborgum og geta stuðlað að öndunarfærasjúkdómum. Talsmaður Friends of the Earth, Jenny Bates, fagnar ákvörðuninni og telur hana vera mikilvægur liður í því að draga úr loftslagsáhrifum af manna völdum.
Sjá nánar hér í grein Climate Action.