Opið fyrir umsagnir um skýrsludrög starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir.  Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum.

Í samráðsgátt má nálgast skýrsluna og senda umsögn.

Opið er fyrir innsendingu umsagna um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis 23. febrúar til og með 16. mars 2018. Við hvetjum félaga Grænu orkunnar til að kynna sér drögin og senda umsagnir um málið.

Image result for alternative fuels