Aðalfundur Grænu orkunnar 2024

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fór fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi.

Hægt er að nálgast ársskýrslu félagsins hér.

Í kjölfar stefnumótunarvinnu á undanförnu starfsári leggur stjórn til all nokkrar breytingar á samþykktum félagsins sem endurspegla breytta stöðu í orkuskiptum en einnig markmið stjórnvalda. Sjá í skjali hér neðar:

María Jóna, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hélt erindi í lok aðalfundar. Glærur hennar má skoða hér:

Ný raforkuspá Landsnets: hægja mun á orkuskiptum

Mynd: María Maack

Ný og uppfærð raforkuspá Landsnets var kynnt í gær, 24. ágúst. Þar kom m.a. fram að orkuskiptin munu kalla á aukna eftirspurn eftir raforku ásamt því að raforkunotkun heimila og þjónustuaðila mun halda áfram að aukast í takt við aukinn fólksfjölda. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum.

Nauðsynlegt er að horfa til annarra kosta s.s. vindorkuvera og til lengri tíma sólarorkuvera.

Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn.

Sjá nánar á vef Landsnets og Vísi.

Aðalfundur Grænu orkunnar 25. maí 2023

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 25. maí 2023 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla stjórnar lögð fram

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Breytingar á samþykktum

Ákvörðun árgjalds

Kosning stjórnar

Önnur mál

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2023 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 1. maí.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 18. maí 2023, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir lok dags 18. maí 2023.


Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Nei, það er ekki pláss fyrir einn bensínbíl í viðbót. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar og María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins munu kynna og fara yfir vegasamgöngulíkan sem unnið hefur verið að í kjölfar samstarfsverkefnis atvinnulífs og stjórnvalda, Loftslagsvegvísir atvinnulífsins (LVA).

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 15:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Kveikur fjallar um rafbílavæðinguna

Rafbílar í hleðslu (mynd úr einkasafni)

Kveikur fjallar um rafbílavæðingu landsins í þætti sínum í vikunni. Þar er fjallað um málefnið út frá sjónarmiðum rafbílaeigenda, rekstraraðila hleðsluinnviða, orkufyrirtækja og fleiri aðila. Meðal þeirra sem leggja orð í belg, ásamt rafbílaeigendum, eru

Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslenskri Nýorku

Auður Alfa Ólafsdóttir, Alþýðusamband Íslands – ASÍ

Guðjón Hugberg Björnsson, Orka náttúrunnar

Hafrún Þorvaldsdóttir, e1

Kjartan Rolf Árnason, RARIK

Sigurður Ástgeirsson, Ísorka

Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun

Steingrímur Birgisson, Bílaleiga Akureyrar / Europcar

Tómas Kristjánsson, Rafbílasamband Íslands

Þáttinn í heild sinni má sjá á vefsíðu Kveiks.

Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um 30% á síðustu 10 árum

Rafbílar í hleðslu í Noregi (Mynd: Græna orkan)

Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um 30% undanfarinn áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist. Bílaleigubílar eiga sinn þátt í aukningunni. Þeim hefur fjölgað, en þó ekki nema um fimmtán þúsund á áratug.

Þetta kemur fram í frétt eftir Alexander Kristjánsson á ruv.is og vísar þar til upplýsinga er komu fram í erindi Stefaníu Kolbrúnar Ásbjörnsdóttur, hagfræðings hjá Samtökum atvinnulífsins á skattadegi Deloitte.

Parísarborg býður ívilnanir vegna kaupa á nýorkubílum

Paris to only allow electric cars as soon as 2030 ahead of France's 2040  goal - Electrek

Borgarstjórn Parísar-svæðis hefur ákveðið að greiða hverjum þeim sem fjárfestir í vistvænum bíl (rafbíla, tengiltvinn, metanbíl eða vetnisbíl) allt að EUR 6.000 (um það bil ISK 900.000) ef hann kemur í stað bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Ívilnunin verður fyrst um sinn í gildi til 1. janúar 2023 og getur hver og einn Parísarbúi notið hennar einu sinni. Þar að auki geta kaupendur notið ríkisívilnunar í formi endurgreiðslu fastrar upphæðar fyrir bíla á verðbilinu EUR 45.000-60.000.

Sjá nánar í frétt Electrive.com

Bílaleigum veittur afsláttur af vörugjöldum

Meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar hefur lagt til að bíla­leig­um verði veitt­ur af­slátt­ur af vöru­gjöld­um bíla árin 2021 og 2022. 📆
Afslátturinn verður háð þeim skil­yrðum að til­tekið hlutall ný­skráðra bíla hjá fyr­ir­tæki, 15% árið 2021 og 25% árið 2022, séu vist­væn­ir, þ.e. raf­magns-, vetn­is- eða ten­gilt­vinn­bíl­ar. 🚗
Þetta er mikilvægur liður í því að gera bílaleigum betur kleift að kaupa inn vistvæna bíla, en þær eru afar mikilvægur þátttakandi á eftirmarkaði með ökutæki hér á landi. 💡

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í gær, 23. júní. Með aðgerðunum er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005.

46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

 

Opinn samráðsfundur Grænu orkunnar 30. október

Snemma í haust fól samstarfshópur ráðuneyta Grænu orkunni, Samstarfsvettvangi um orkuskipti, að móta tillögur að forgangsröðun verkefna er varða orkuskipti og útfærslu fjármagns fyrir árið 2020.

Græna orkan hefur undanfarnar vikur fundað með haghöfum með það fyrir augum að draga fram hvar mest er þörf á innviða uppbyggingu sem greitt getur fyrir orkuskiptum í samgöngum og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Tillögurnar lúta að innviðalausnum er varða fólksbíla, hópbifreiðar, landflutninga og vinnuvélar og loks hafnir og haftengda starfsemi og verða kynntar í þessari röð á fundinum.

Áður en tillögum er skilað til starfshóps ráðuneyta, vill Græna orkan gefa almenningi og öllum þeim sem áhuga hafa á orkuskiptum tækifæri til að kynna sér efni þeirra á opnum fundi, veita umsögn og endurgjöf. Dagskráin verður eftirfarandi:

09:00 Kynning verkefnis
09:10 Kynning á starfi samstarfshóps ráðuneyta
09:15 Drög að tillögum fólksbílahóps kynnt
09:45 Drög að tillögum hópbifreiðahóps kynnt
10:15 Kaffihlé
10:30 Drög að tillögum hóps um landflutninga og vélar kynnt
11:00 Drög að tillögum um hafnir og skip kynnt
11:30 Almennar umræður og samantekt
12:00 Fundarslit

Samráðsfundurinn 30. október næstkomandi er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Samantekt UST um stefnur, aðgerðir og framreiknaða losun Íslands til 2035

Skýrsla sem tók saman stefnur og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum ásamt framreiknaðri losun til 2035 og unnin var af sérfræðingum Umhverfisstofnunar (UST) var skilað til Evrópusambandins í mars á þessu ári. Nokkru seinna var unninn útdráttur á íslensku og skýrslan birt almenningi á vef UST. Hér má nálgast hvort tveggja undir fyrirsögninni Skýrsla um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands.

Mynd úr skýrslu Umhverfisstofnunar um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands (maí 2019)

Græna orkan hvetur alla til að kynna sér hvort tveggja enda um mikilvægt málefni að ræða. Samkvæmt fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 2018-2030, er líklegt að Ísland þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um eina milljón tonna CO2 eininga til átrsins 2030. Það er því áríðandi að samfélagið allt þurfi að leggja sitt á vogarskálarnar og frumkvæði fyrirtækja, sveitarstjórna, félagasamtaka skiptir þar miklu.