Viðburður 8. desember: Orkuskipti á hafi

May be an image of text

Samorka, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Faxaflóahöfnum og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, bjóða til kynningar DNV á nýrri skýrslu um orkuskipti á hafi. Kynningin verður haldin í Kaldalóni, Hörpu, miðvikudaginn 8. desember.

Dagskrá:

Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskipta hjá Faxaflóahöfnum
Nicolai Hydle Rivedal, umhverfisverkfræðingur hjá DNV

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Allir velkomnir í Hörpu og aðgangur er ókeypis. Framvísa þarf gildu hraðprófi við inngang í salinn.

Skráning til þátttöku í sal fer fram hér.

Vefviðburður 9. júní: Rafvæðing hafna á Íslandi

May be an image of body of water

Græna orkan, Verkís og Orkustofnun stóðu fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu 9. júní. Þar fjallaði Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Skýrslan hefur verið birt á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundarstjóri var Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni.

Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.

Glærur Kjartans má nálgast hér:

Útgáfu- og umræðufundur um Vegvísi Hafsins Öndvegisseturs

Græna orkan vekur athygli á opnum fundi Hafsins – Öndvegisseturs á morgun, föstudagin 7. júní kl. 13:30-15:00 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Nú er komið að útgáfu Vegvísis um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi, sem Hafið – Öndvegissetur hefur unnið að síðustu misserin.

Vegvísinum er ætlað að gefa yfirsýn yfir tiltekna þætti og vonast er til að hann veiti góðan umræðugrundvöll um þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir og best verða leyst með samstarfi, þvert á samfélagið.

Vegvísirinn hefur verið gefinn út á prenti og verður honum dreift á fundinum og rafræn útgáfa gerð aðgengileg.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta, kynna sér Vegvísi Hafsins og taka þátt í áhugaverðum umræðum um málefnin. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir en að honum loknum verður upptaka aðgengileg hér.

Norðmenn styðja við vetnisvæðingu ferja

Image result for fiskerstrand hydrogen ferge

Undanfarin ár hafa Norðmenn unnið að því hörðum höndum að draga úr kolefnisfótspori í samgöngu á landi og hafi og þar hefur norska Vegagerðin leikið lykilhlutverk, enda eru ferjur hluti af vegakerfi landsins. Síðan 2016 hafa nokkur verkefni sprottið upp sem miða að hönnun og smíði skipa sem ekki hafa í för með sér útblástur (e. zero emission) og ætluð eru til siglinga á lengri leiðum en þeim sem bátar búnir rafhlöðum geta sinnt. Þar má helst nefna verkefnið HYBRIDShip sem mun sjósetja vetnisferju árið 2020.

Nánar um þetta og þróun vetnis- og rafhlöðutækni fyrir skip í grein DNV GL, sem ber heitið Power ahead with hydrogen ferries.

Samtaka farþegaskipaútgerða stefna að samdrætti í losun fyrir 2030

Alþjóðastofnun útgerða farþegaskipa (CLIA) hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í kolefnislosun fyrir árið 2030, miðað við losunargildi flotans árið 2008. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref sem tekið er innan skipaiðnaðarins en mengun farþegaskipa hefur verið ofarlega á baugi í umræðu um loftslagsmál um nokkra hríð.

Sjá nánar í tilkynnigu CLIA og frétt World Maritime News.

N1 mun brátt hefja sölu á skipaolíu með 0,1% brennisteinsinnihald

N1 mun frá næstu áramótum selja til íslenska skipaflotans olíu með 0,1% brennisteinsinnihaldi í stað MDO (marine diesel oil) sem inniheldur 0,25% brennistein.

Framund­an eru breyt­ing­ar á leyfilegu brennisteinsinnihaldi skipaeldsneytis. Í árs­byrj­un 2020 tekur gildi ný reglu­gerð, IMO 2020, en í henni fel­st að veru­lega verði dregið úr brenni­steins­inni­haldi á svartol­íu.  Nú má innihaldið mest vera 3,5% en frá og með 1. janú­ar 2020 á olían inni­halda að há­marki 0,5% brenni­stein.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfnum erlendis fjölgar sem veit afslátt fyrir umhverfisframmistöðu

Það verður æ algengara að hafnir víða um heim veiti þeim skipum afslátt sem leggja sig fram við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarefna og er þá gjarnan miðað við einkunn skipsins samkvæmt ESI stuðlinum (Environmental Ship Index). Í þessari frétt frá GreenPort segir frá áformum Tallinn hafnar í Eistlandi, sem hyggst veita viðskiptavinum allt að 8% afslátt af lestargjöldum sem hafa hlotið ESI stuðul yfir 80.

Mynd eftir Julie North á Unsplash

Making Marine Applications Greener 2018

Græna orkan vekur athygli á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 10 og 11. október næstkomandi. Dagskráin skartar fjölda áhugverðra fyrirlestra, meðal annars frá fulltrúum MAN, Navis, NOx Fund í Noregi, PSW, Wärtsila og Waterfront Shipping auk margra annarra.

Skráning er hafin og frekari upplýsingar má finna hér.