2.6% samdráttur í mengun nýrra bíla árið 2014

Nýir bílar seldir í Evrópu árið 2014 gáfu frá sér að meðaltali 123,4 g CO2 á hvern ekinn kílómeter en árið áður var meðaltalið 126,7 g CO2/km. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun bifreiða er fyrir árið 2015 130 g CO2/km og 95 g CO2/km fyrir árið 2021. Bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram til þessa og því engin ástæða til ætla annað en að áfram verði stigin skref til lækkunar útblásturs frá bifreiðum.

Sjá frétt á visir.is.