Yfirvöld í Oregon fylki í Bandaríkjum Norður Ameríku hafa síðastliðin ár unnið ötullega að því að byggja upp kerfi raf- og hraðhleðslustöðva meðfram helstu hraðbrautum. Nú er til umræðu frumvarp sem byði þeim, sem leigja eða kaupa hreinan rafbíl, tengiltvinnbíl eða vetnisbíl, ívilnun í formi niðurgreiðslu við gerð kaup- eða leigusamnings. Upphæð eingreiðslunnar næmi $1500 fyrir þá sem kaupa eða leigja tengiltvinnbíl eða tvinnbíl, $3000 til þeirra sem veldu rafbíl eða vetnisbíl og $1000 til rafhjólakaupenda og – leigjenda. Gildistími ívilnananna næði til 1. janúar 2022.
Þó nokkur fylki Bandaríkjanna veita ýmsa efnahagslega hvata til kaupa á bifreiðum sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. Oregon hefur þó verið í fararbroddi hvað varðar innleiðingu rafbíla og uppbyggingu innviða, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.
Nánar um fréttina hér.