Tvær nýjar metanstöðvar munu opna a Íslandi á næstunni, önnur verður staðsett í Álfheimunum í Reykjavík og hin á Akureyri.
Category Archives: Óflokkað
Volkswagen e-Golf kominn á markað í Evrópu
VWs e-Golf, er rafútgáfan af söluhæstabíl Evrópu Volkswagen Golf. Uppgefið drægi bílsins er 130-190 km og kostar um 5,5 milljónir króna í Þýskalandi en er örlítið ódýrari í Noregi þar sem Norðmenn njóta meiri ívilnanna og geta keypt bílinn á 4,5 milljónir króna.
Bíllinn fór í sölu í Noregi á dögunum og sló öll met þegar 1.300 bílar seldust á níu klukkustundum á fyrsta söludegi. Hinar rafbílategundirnar eru því komnar með verðugan keppinaut.
Bíllinn er nánast alveg eins innan og utandyra eins og hefðbundinn Volkswagen Golf. VWs e-Golf er þriðji rafbíllinn sem Volkswagen framleiðir a eftir e-up og eco-up.
Sjá umfjöllun um bílinn og sölu hans í Þýskalandi, mbl.is
Sjá umfjöllun um bílinn og sölu hans í Noregi hér
Rafformúlubíll kynntur
Á dögunum vakti athygli rafformúlubíll sem smíðaður er fyrir heimsmeistaramótsröð sem hefst síðar á þessu ári í Peking. Bíllinn getur náð vel á þriðja hundrað km/klst hraða.
Toyota kynnir nýjan vetnisrafbíl
Á dögunum kynnti Toyota háleit markmið sín um fjöldaframleiðslu á nýjum vetnisrafbíl á næsta ári.
Hér má finna vefsíðu ráðstefnunnar.
Franskur rafbíll – Mia
Nýlega birti FÍB umfjöllun um franskan rafbíl sem ber heitið Mia og er hugsaður til nota í borgum og þéttbýli.
Rafbílaumfjöllun á vefmiðlum
Undanfarið hafa birst margar greinar um rafbíla og misjafnt gengi þeirra hér- og erlendis og hefur Græna orkan hefur tekið saman nokkrar þeirra:
Reynsla Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur af tengiltvinnbíl
Fyrirhugaðar áætlanir Teslu að hefja framleiðslu á rafmagnspallbíl innan fimm ára.
Mikil sala islandus á rafbílum á Íslandi.
Hátt rafmagnsverð og skattar fæla Dani frá rafbílum
Gott gengi á sölu rafbíla í Noregi:
Nissan Leaf söluhæstur allra bíla í Noregi annan mánuðinn í röð
En eitt met í nýskráningu rafbíla í Noregi
Fundur Grænu orkunnar – samantekt og fyrirlestrar
Í gær var fundur Grænu orkunnar haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, dagskrá má finna hér.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og fór yfir sögu samtakanna og lagði m.a. áherslu á mikilvægi innlends eldsneytis fyrir samgöngur. Hún lýsti auk þess yfir samstarfi Grænu orkunnar og hvatti til þess að því yrði haldið áfram.
Eftir ávarp ráðherra voru haldnir sex áhugaverðir fyrirlestrar frá aðilum úr Grænu Orkunni og má nálgast þá hér fyrir neðan:
- Ásdís Gíslason hjá OR „Hraðhleðslustöðva-verkefni“
- Bjarni Hjarðar hjá SORPU „Undirbúningur gas- og Jarðgerðarstöðvar“
- Guðrún Lilja Kristinsdóttir hjá Íslenskri NýOrku „Kynning á Orkureikni bílaflota“
- Ólafur Bjarnason hjá Reykjavíkurborg „Aukinn hlutur rafvæddra samgangna í Reykjavík – Aðgerðaráætlun“
- Ragnheiður Björk Halldórsdóttir og Þórarinn Már Kristjánsson hjá HÍ „Rafknúinn kappakstursbíll Team Spark“
- Valur Ægisson hjá LV: „Landsvirkjun og orkuskipti í samgöngum“
Fundur Grænu Orkunnar 3.des 2013
Félagafundur Grænu orkunnar fer fram á morgun 15:00 – 17:15 og verður fundurinn haldinn í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9 frá 15:00-17:15
Á fundinum mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa samkomuna og greina frá stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Á fundinum verður einnig kynning á Horizon 2020 og uppfærðri aðgerðaráætlun samtakanna auk þess sem 6 meðlimir flytja örfyrirlestra.
Ráðstefna í Kaupmannahöfn 16 Janúar 2014
Um miðjan janúar verður haldin ráðstefna í Kaupmannahöfn um málefni sem snúa að því hvernig flutningsfyrirtæki geti notað vistvænni lausnir.
Ráðstefnan verður haldin í Kaupannahöfn þann 16. Janúar 2014 og áhugasömum er bent að skrá sig hjá Insero E-Mobility á netfangið jclh[at]insero.dk
Fresta sektum vegna orkuskipta
Atvinnuveganefnd samþykkti í morgun tillögu þess efnis að fresta sektum á hendur olíufélaga vegna nýrra laga um orkuskipti í samgöngum. Sektagreiðslunni hefur verið seinkað frá 1. janúar 2014 til 1. okt 2014 og hefur því aðlögunartíminn verið lengdur.