Bílasmiðirnir Hyundai og Kia áforma að sparneytni bíla þeirra verði 25% sparneytnari en áður fyrir 2020.
Category Archives: Óflokkað
Aukin áhersla á hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum
Fram kom á ráðherrafundi orkuráðherra Norðurlandanna að mikilvægt væri að leggja áherslu á aukinn hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fundurinn var haldinn í Keflavík undir forsæti Ragnheiðar Elínar Árnadóttur.
Vetnisbíll Toyota Mirai kynntur til sögunnar
Toyota kynnti á dögunum nýja vetnisbíl framleiðandans sem hefur fengið nafnið Mirai.
Samkvæmt vefsíðu Bloomberg, mun verðið um 63.000 $ eða tæpar 8 milljónir íslenskra króna með stuðningi frá Japönskum stjórnvöldum. Toyota áformar framleiðslu á um 700 Mirai vetnisbíla á næstu árum í Motomachi verksmiðjunni í Japan en um 40 stöðvar hafa verið byggðar í Japan.
Rafbílaráðstefna Verkfræðingafélag Íslands
Síðastliðinn fimmtudag var vegleg rafbílaráðstefna í boði Verkfræðingafélag Íslands.
Undanfarið hefur orðið mikil aukning í úrvali rafbíla og voru þær tegundir sem í boði eru þar til sýnis.
Forseti Íslands setti ráðstefnuna og ræddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mikilvægi þess að vinna að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í þessum málum til framtíðar.
Fyrirlestrar ráðstefnunnar verða aðgengilegir hér.
Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014
Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014
Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaðila. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Dagskráin er metnaðarfull og á staðnum verða rafbílar til sýnis og prufuaksturs. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50,000 rafbílum í notun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og áhugaaðilum um rafbíla bent á að tryggja sér sæti og skrá sig sem fyrst á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300. Ókeypis er á ráðstefnuna sem er á íslensku nema erindi hins norska fyrirlesara sem er á ensku.
Volkswagen e-Golf kominn til landsins
Hekla mun frumsýna Volkswagen e-Golf sem er með uppgefið 190 km drægni og hefur bíllinn hefur fengið góðar viðtökur í Noregi.
Fjölbreytni innflutra rafbíla hefur aukist mikið að undanförnu sem verður að teljast mjög jákvætt fyrir hlutdeild þeirra í bílaflotanum.
Aðalfundur Grænu orkunnar
Aðalfundur/stofnfundur Grænu orkunnar verður haldinn 5. Nóvember klukkan 15:00-16:00 á Grensásvegi 9.
Stefnt er að því að ganga frá formlegri stofnun Grænu orkunnar sem félagasamtaka til að halda utanum starfsemina.
Kynningarbréf, þar sem formleg stofnun félagasamtakanna er kynnt.
Einnig þurfa tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á aðalfundinum, að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund (sendist á glk[at]newenergy.is).
Á aðalfundi verða hugmyndir um fyrirhuguð félagsgjöld og hvetur stjórn Grænu orkunnar félagsmenn til að taka þátt í mótun vettvangsins. Græna orkan hefur staðið vörð um hagsmuni sem tengjast vistvænum samgöngum og telur stjórnin að það sé mikilvægt að þetta einstæða samstarf stjórnvalda og atvinnulífs haldi áfram um ókomin ár.
Rafmagn og metan í sókn
Aukin fjölbreytni er væntanleg í innflutningi metan- og rafbíla samkvæmt frétt mbl.is
Þar er vitnað í Friðbert Friðbertsson forstjóra Heklu, en hann talar einnig um vaxandi hlut minnstu bílana í bílaflota landsmanna.
Þó hefur einnig verið þróun í stærri bílunum og eru t.d. í boði jappar sem eru tengiltvinnbílar og ganga bæði fyrir rafmagni (ca. 50 km drægi) og bensíni (6-700 km drægi).
Sjá fréttina í heild sinni hér.
Tillögur um bann dísil- og bensínbíla í Bretlandi 2040
Stjórnmálaflokkur í Bretlandi hefur birt tillögur sem boða bann við dísil- og bensínbílum frá árinu 2040. Tillagan snýst um að þá verði einungis mengunarlitlir bílar á götunum, þ.e.a.s. einungis tvinn-, tengiltvinn- og rafbílar.
Þráðlaus rafhleðsla?
Talsverð þróun hefur verið á þráðlausri rafhleðslu, en bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur staðið fyrir slíkum tilraunum undanfarin ár og er markmiðið að geta boðið uppá slíkan búnað fyrir tengiltvinnbíla og hefðbundna rafbíla árið 2016.