Metan á Orkunni Miklubraut

Nýlega opnaði Skeljungur formlega nýja metandælu á Orkustöðinni við Miklubraut, einni fjölförnustu götu landsins. Þar með hefur Skeljungur bætt enn við þá umhverfisvænu orkugjafa sem viðskiptavinum þess bjóðast.

Skeljungur hóf í lok árs 2013 sölu á lífdísilolíu og uppfyllir ákvæði laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi um 3,5% hlutfall endurnýjanlegs orkuinnihalds. Til viðbótar opnaði Skeljungur hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla á Shell-stöðinni við Miklubraut, beint á móti Orku-stöðinni við Miklubraut þar sem nú fæst metan.

„Það er ánægjulegt að geta aukið þjónustu við bæði metanbílaeigendur og rafbílaeigendur. Með þessu höfum við einnig náð að auka vöruframboð á íslensku vistvænu eldsneyti. Við viljum geta boðið viðskiptavinum okkar sem flesta valkosti og það er ánægjulegt að geta haft þá valkosti endurnýjanlega og vistvæna ,“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs.

Metanið á hinni nýju metandælu kemur frá Sorpu en framleiðsla þess byggir alfarið á endurnýjanlegri orku, annars vegar úr lífrænum úrgangi og hins vegar raforku frá landsnetinu sem framleidd er með virkjun fallvatna.

Hér má sjá myndband sem sýnir byggingu stöðvarinnar.

 

 

Fyrirlestur: ‘Electric vehicles: Matching technology to people and policy’

Undanfarna mánuði hefur Græna orkan staðið fyrir opnum fyrirlestrum um málefni sem varða visthæfa orkugjafa.

Þann 20. ágúst næstkomandi mun John Axsen, prófessor við Simon Fraser Háskólann í Vancouver, halda fyrirlestur um ‘Electric vehicles: Matching technology to people and policy’.

Fyrirlesturinn verður haldinn að Grensásvegi 9 klukkan 10:00 og eru allir velkomnir.

 

Ráðstefna: „Áskoranir á sviði sjálfbærni – Norðlægar nálganir“

Í haust, dagana 2. – 3. október 2014, verður haldin á Íslandi alþjóðleg ráðstefna á vegum NorLCA. NorLCA er Norrænn samstarfsvettvangur um vistferilsgreiningar sem stofnaður var fyrir 10 árum. Yfirskrift ráðstefnunnar árið 2014 er:

Áskoranir á sviði sjálfbærni – Norðlægar nálganir

Í boði stendur að senda inn útdrátt fyrir erindi eða kynningu á ráðstefnuna og er lokafrestur til að skila inn útdráttum 1. ágúst 2014.

Búið er að opna fyrir skráningu á vefsíðu ráðstefnunnar (www.norlca.org)

Markmið ráðstefnunnar er að skapa öflugan þekkingargrunn, styrkja umræðuna um vistferilshugsun og örva þekkingartengsl á Norðurslóðum. Ráðstefnugestum gefst kostur á að sækja áhugaverða fyrirlestra, vinnustofur og markaðstorg, sem og umræðufundi og veggspjaldakynningar þar sem fjallað verður m.a. um:

Vistferilshugsun (Life Cycle thinking) • Vistferilsgreiningu (LCA) • Vistferilskostnaðargreiningu (LCC) • Vistspor • Sjálfbærnimat • Vistferilshugsun í stjórnun og stefnumótun • Miðlun vistferilshugsunar

með áherslu á eftirfarandi greinar þjóðlífsins:

· Orkumál
· Skipulag og byggingar
· Úrgangsmál
· Matvælaframleiðslu
· Fiskveiðar/fiskeldi
· Samgöngumál, flutningar og rafbílavæðingu
· Auðlindastjórnun á Norðurslóðum
· Menntun og læsi
Þeir aðilar sem standa að ráðstefnunni eru: EFLA verkfræðistofa, Landsnet, Landsvirkjun, Vistbyggðarráð, Háskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Danmarks Tekniske Universitet (DTU)

Hér má finna kynningarefni.

Flyer (á ensku)

 

 

Siglinga-vefgátt

Siglinga-vefgátt var nýlega stofnuð af ‘EuroVIP verkefninu’ (http://euro-vip.eu/). EuroVIP hefur það að markmiði að stuðla að samvinnu fyrirtækja (SME sem og stærri), samtaka, rannsóknarstofnanna og fl. til að koma á framfæri rannsóknarniðurstöðum og nýrra tæknilausna í geiranum.

Vefgáttin gefur tækifæri á að nota og koma á framfæri nýsköpun, niðurstöðum og þjónustu í siglingageiranum.

Gáttina má nálgast hér endurgjaldslaust http://portal.euro-vip.eu/ .

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Ms. Wenjuan Wang (wenjuan.wang[at]strath.ac.uk).

Stafræn NORA ráðstefna 2014

Á þessu ári er aðal fókus NORA að kanna nýja viðskiptamöguleika með notkun stafrænna samskipta, þá sérstaklega fyrir einangruð samfélög á strandsvæðum.

Að því tilefni verður haldin stafræn ráðstefna í þremur hlutum í október og nóvember. Ráðstefnan verður öllum opin – hvar í heiminum sem maður er staðsettur.

Nánari upplýsingar varðandi ráðstefnuna er hægt að nálgast hjá conference(at)nora.fo

Sjá umfjöllun NORA hér (á dönsku).

 

Nordic Biogas Conference

Ráðstefnan Nordic Biogas Conference fer fram dagana 27. – 29. ágúst í Reykjavík.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.nordicbiogas.com 

SORPA er gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni en samstarfsaðilar eru:

SGC, Svens Gasteknisk Centre, Svíþjóð

Avfall Norge, Noregi

Branchföreningen för Biogas, Danmörk

Norðmenn með skýra stefnu fyrir vetni í samgöngum

Sveitafélagið Akershus í Osló samþykkti nýlega stefnumörkun fyrir farartæki knúin af vetni og vetnisstöðvar. Á næstu fjórum árum er markmiðið að koma 350 vetnisknúnum farartækjum í umferð, og verður stór hluti þeirra leigubílar og um 30 strætisvagnar. Ein aðal áherslan á þessu tímabili er að þróa net vetnisstöðva í sveitafélaginu og hefur samgöngufyrirtækið Ruter nú þegar 5 vetnisstrætisvagna í tilraunaakstri.

Þessi nýja stefna yfirvalda í Noregi er hluti af stóru verkefni sveitafélagsins til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og stefna að sjálfbærni í samgöngum. Þetta er því mikilvægt skref bæði fyrir vetnisgeirann á norðurlöndunum og víðar.

Sjá nánari upplýsingar hér (á norsku).