Alþjóðlega greiningafyrirtækið IHS hefur útnefnt Nissan Leaf besta smábílinn á árinu 2014. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu fyrirtækisins sem innheldur meðal annars yfirlit yfir þá bílaframleiðendur sem tekst hvað best að halda tryggð viðskiptavina sinna. Leaf var eini rafbíllinn sem hlaut viðurkenningu IHS fyrir árið 2014.
Category Archives: Bílar
Nissan Leaf söluhæsti rafbíll Evrópu árið 2014
Nissan Leaf seldist í 14.650 eintökum árið 2014, sem jafngildir 33% söluaukningu milli ára. Markaðshlutdeild Leaf nam ríflega fjórðungi, en alls seldust 56.000 rafbílar í Evrópu. Þá var Renault Zoe annar söluhæsti rafbíllinn í Evrópu árið 2014, með 11.227 eintök og Tesla Model S seldist í 8.734 eintökum. Sölu- og markaðsstjóri Nissan, Guillaume Carter, þakkar þetta aukinni vitundarvakningu hvað varðar sparnað í rekstrarkostnaði rafbíla í samanburði við bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
Sjá nánar á Evrópuvef Nissan.
Tveir af hverjum þremur rafhleðslustaurum í London ónotaðir
905 hleðslustaura fyrir rafbíla er að finna víðs vegar um London. Að sögn talsmanns breska bíleigendafélagsins RAC voru einungis 36% þeirra notaðir í júní 2014 og um fjórðungur notaður í júní mánuði árið áður. Hins vegar var rafbílum stungið í samband 2234 sinnum í júní 2013 en 4678 sinnum í sama mánuði 2014 og þykja þessar tölur endurspegla fjölgun rafbíla í borginni.
Sjá nánar í frétt mbl.is
1500 Mirai vetnisbílar seldir
Frá því Toyota kynnti Mirai vetnisbíl sinn um miðjan nóvember síðasta árs hafa pantanir fyrir 1500 bíla borist. Meirihluti þeirra, eða 60%, er frá ríkisstofnunum og fyrirtækjum. Viðbrögðin fara fram úr björtustu vonum Toyota manna, sem höfðu áætlað að seldir yrðu 400 bílar á árinu 2015.
Sjá frétt á mbl.is og Wall Street Journal
Nýr Volt kynntur
Toyota opnar fyrir einkaleyfi tengdum vetnisbílum
Chevrolet Bolt rafbíll kynntur
Chevrolet kynnti nýjan rafbíl sínn, Chevrolet Bolt, á Detroit bílasýningunni sem hófst 12. janúar. Um er að ræða hreinan rafbíl sem nýtir liþíum jóna rafhlöðu með 320 km drægi. Líklegt er að hann komi á markað árið 2017.
Sjá nánar á visir.is og fortune.com
Kia Soul frumsýndur um helgina
Kia Soul verður frumsýndur í Öskju næstkomandi laugardag milli 12-16 í raf- og díselútgáfu.
Rafútgáfa bílsins, Kia Soul EV, hefur 145 km hámarkshraða og uppgefið hámarksdrægi við bestu aðstæður um 212 km. Með hefðbundnum heima-tengli tekur 11-14 klukkustundir að fullhlaða bílinn, en með heimahleðslustöð sem fylgir bílnum tekur 4-5 klukkustundir að hlaða bílinn. Rafhlaða bílsins er með 7 ára ábyrgð.