Síðastliðinn laugardag var Tesla Model S P85D frumsýndur hjá EVEN bílum í Smáralind. Bíllinn er um 700 hestöfl og nær því 100 km hraða á einungis 3,2 sekúndum. Þetta afl er fengið frá rafmótor sem knýr framdekk og skilar 230 hestöflum og 470 hestafla mótor sem knýr afturdekk. Þetta er í fyrsta skipti sem Tesla sendir frá sér fjórhjóladrifinn bíl.