Flestir yrðu hissa ef þeir upplifðu það að geta dælt bensíni á bílinn án þess að borga fyrir það. Það er samt einmitt það sem eigendur rafbíla gera – hlaða bílinn frítt á hraðhleðslustöðvum á Íslandi! Það sama á við um flestar hleðslustöðvar fyrir almenning í Bandaríkjunum. Þar geta rafbílaeigendur geta notað appið Plugshare til að finna næstu stöð. Ókeypis rafmagn á hraðhleðslustöðvum lækkar enn frekar rekstrarkostnað rafbíla.
Hvað með þau fyrirtæki sem hýsa stöðvarnar á lóðum sínum? Hvað græða þau á því að bjóða upp á frítt rafmagn og/eða bílastæði á meðan hlaðið er? Hleðslustöðvarnar veita þeim nýtt tækifæri til að laða til sín viðskiptavini auk þess sem þeir staldra lengur við.
Þetta kemur fram í frétt á síðu Green Car Reports og Sierra Club.