Stjórnvöld skulu stuðla frekar að fjölgun vistvænna bifreiða með hvötum og sýna gott fordæmi, segir forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Árið 2007 setti ríkisstjórnin markmið að auka hlutfall vistvænna ökutækja í eigu ríkisins úr 10% árið 2008 í 35% árið 2012. Þetta hefur þó ekki gengið eftir. Forsætisráðherra lýsti ánægju sinni yfir fjölgun rafbíla undanfarin ár og sagði æskilegt að menn skoðuðu möguleika á rafbílnum þegar kæmi að endurnýjun ráðherrabíla. Þetta kom fram í svari hans við spurningum Brynhildar Pétursdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar í óundirbúnum spurningatíma á Alþingi í liðinni viku.
Sjá nánar í frétt mbl.is