N1 og Tesla í samstarf um hleðslustöðvar

N1 og Tesla á íslandi hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið.

Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslug­arða inn­an tveggja ára. Sam­tals eru því áform um nítj­án nýja hraðhleðslug­arða og mun hraðhleðslu­stæðum við þjón­ustu­stöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tíma­bili,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­u frá N1.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Ný raforkuspá Landsnets: hægja mun á orkuskiptum

Mynd: María Maack

Ný og uppfærð raforkuspá Landsnets var kynnt í gær, 24. ágúst. Þar kom m.a. fram að orkuskiptin munu kalla á aukna eftirspurn eftir raforku ásamt því að raforkunotkun heimila og þjónustuaðila mun halda áfram að aukast í takt við aukinn fólksfjölda. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum.

Nauðsynlegt er að horfa til annarra kosta s.s. vindorkuvera og til lengri tíma sólarorkuvera.

Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn.

Sjá nánar á vef Landsnets og Vísi.

Loftslags vegvísar atvinnulífsins kynntir

Samstarfsaðilar verkefnahóps Loftslagsvegvísa atvinnulífsins

Í byrjun júní afhentu ellefu atvinnugreinar Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu 8. júní, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA). LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Loftslagsvegvísar atvinnulífsins eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega, en einnig verður hægt að bæta við atvinnugreinum eftir því sem verkefninu vindur fram. Vefsíða verkefnisins heldur utan um vegvísa fyrir hverja atvinnugrein ásamt uppfærðum aðgerðum og framvindu þeirra.

Kveikur fjallar um rafbílavæðinguna

Rafbílar í hleðslu (mynd úr einkasafni)

Kveikur fjallar um rafbílavæðingu landsins í þætti sínum í vikunni. Þar er fjallað um málefnið út frá sjónarmiðum rafbílaeigenda, rekstraraðila hleðsluinnviða, orkufyrirtækja og fleiri aðila. Meðal þeirra sem leggja orð í belg, ásamt rafbílaeigendum, eru

Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslenskri Nýorku

Auður Alfa Ólafsdóttir, Alþýðusamband Íslands – ASÍ

Guðjón Hugberg Björnsson, Orka náttúrunnar

Hafrún Þorvaldsdóttir, e1

Kjartan Rolf Árnason, RARIK

Sigurður Ástgeirsson, Ísorka

Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun

Steingrímur Birgisson, Bílaleiga Akureyrar / Europcar

Tómas Kristjánsson, Rafbílasamband Íslands

Þáttinn í heild sinni má sjá á vefsíðu Kveiks.

Aðalfundur Grænu orkunnar 5. maí 2022

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 5. maí 2022 13:30-15:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Orkuskipti: Umbreytingar til 2030. Boðið verður upp á erindi frá ýmsum aðilum sem tengjast eldsneytisframleiðslu og -dreifingu, bæði hefðbundnu kolvetni og vistvænu eldsneyti.

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 15:30.

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2022 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 4. maí.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 28. apríl 2022, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 28. apríl 2022.

Viðburður 11. nóvember: Staða hleðsluinnviða fyrir rafbíla og notkun þeirra á Íslandi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Íslenskri Nýorku að gera óformlega netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda í sumar. Verkefnið er unnið fyrir starfshóp ráðuneyta um orkuskipti og fór könnunin fram í júlí og ágúst 2021.

Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvar í hleðslukerfi landsins eru flöskuhálsar, ef einhverjir. Könnunin átti að gefa vísbendingar um hvar mest væri hlaðið og hvort nauðsynlegt sé að veita frekara fjármagni til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla um landið allt.

Á þessum viðburði mun Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku, kynna helstu niðurstöður könnunarinnar. Hann fer fram á Zoom klukkan 13, fimmtudaginn 8. nóvember og er öllum opinn. Lykilorð til að komast inn á fundinn er 7913.

Viðburður 30. september: Orkuskipti á flugvöllum

May be an image of airplane

Þann 30. september 2021 stóð Græna orkan í samstarfi við Isavia og Verkís fyrir vefviðburði undir yfirskriftinni orkuskipti á flugvöllum. Framsögumenn fundarins voru eftirfarandi:

• Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme

• Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Isavia

• Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur Verkís

Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, stjórnarmaður Grænu Orkunnar og verkefnastjóri hjá Samtökmu ferðaþjónustunnar.

Hér má sjá upptöku af fundinum.

Parísarborg býður ívilnanir vegna kaupa á nýorkubílum

Paris to only allow electric cars as soon as 2030 ahead of France's 2040  goal - Electrek

Borgarstjórn Parísar-svæðis hefur ákveðið að greiða hverjum þeim sem fjárfestir í vistvænum bíl (rafbíla, tengiltvinn, metanbíl eða vetnisbíl) allt að EUR 6.000 (um það bil ISK 900.000) ef hann kemur í stað bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Ívilnunin verður fyrst um sinn í gildi til 1. janúar 2023 og getur hver og einn Parísarbúi notið hennar einu sinni. Þar að auki geta kaupendur notið ríkisívilnunar í formi endurgreiðslu fastrar upphæðar fyrir bíla á verðbilinu EUR 45.000-60.000.

Sjá nánar í frétt Electrive.com