Síðar í sumar mun bandaríska flugfélagið United Airlines hefja notkun á lífeldsneyti sem framleitt er úr endurunnum landbúnaðarúrgangi og dýrafitu. United hefur gert samning við Fulcrum BioEnergy í Californiu um kaup á endurnýjanlegu eldsneyti sem blanda má saman við hefðbundið þotueldsneyti. Flugfélagið segir verðið lífeldnseytisins vel samkeppnishæft við jarðefnaeldnseyti og reiknar auk þess með að draga verulega úr útblæstri gróðuhúsalofttegunda með notkun þess. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem bandarískt flugfélag notar endurnýjanlegt eldsneyti í áætlunarflugi innanlands.
Sjá nánar um frétt NY Times hér.