Hádegisfyrirlestur 15. mars um lífeldsneyti

No photo description available.

Föstudaginn 15. mars verður áttundi viðburður í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Að þessu sinni munum við fjalla um innlenda framleiðslu lífeldsneytis.

Fyrirkomulagið með hefðbundnum hætti, húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00.

Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganesi og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti munu fjalla um verkefni sem snýr að repjuræktun og framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu. Þess má geta að í október síðastliðnum hlaut Skinney-Þinganes umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Fleiri erindi um lífeldsneyti verða staðfest á næstu dögum.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook.

Floti bandaríska sjóhersins notar 10% lífdísil

Bandríski sjóherinn heldur ótrautt áfram með áætlanir um að nota blöndu dísil og lífdísils á flota sinn, þrátt fyrir lágt olíuverð undanfarið. Sjóherinn fékk fyrir þremur árum styrk til þess að byggja þrjár hreinsunarstöðvar sem sjá áttu flotanum fyrir lífdísil en síðan þá hefur olíuverð fallið um 70% og gagnrýnisraddir orðnar háværar. Herinn lætur sig það engu skipta og segir ákvörðunina ekki einungis hafa verið tekna út frá umhverfisverndarsjónarmiðum heldur einnig hafi verið horft til þess að eldsneytissparnaður fækki ferðum í hafnir til áfyllingar og auki um leið orkusjálfstæði sitt.

Sjá nánar hér.

USS Princeton refuels with biofuel in 2012 [Image: U.S. Navy via Flickr]

Mynd: Herskipið USS Princeton fær lífdísiláfyllingu (US Navy á Flickr)

Örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti og eldsneytiseftirlit

Græna orkan býður félögum til örfyrirlestra í Orkugarði fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 14.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Eftirlit OS með endurnýjanlegu eldsneyti – Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun
  • Endurnýjanlegt metanól CRI – Benedikt Stefánsson, CRI
  • Framtíðar íblöndun í vistvænt eldsneyti – Sigurður Eiríksson, Íslenskt eldsneyti
  • Dísileldsneyti úr lífrænum úrgangi – Sigurður Ingólfsson, Lífdísill
  • Lífdísilvörur Orkeyjar – Teitur Gunnarsson, Mannvit
  • Metanframleiðsla Sorpu bs. Sjálfbærasti kosturinn? – Bjarni Hjarðar, Sorpa
  • Vistorka – veseni breytt í verðmæti – Guðmundur H. Sigurðarson, Vistorka
Reiknað er með að hver fyrirlestur taki um 10 mínútur og tími gefist fyrir 1-2 spurningar. Í lok dagskrár verða umræður og tækifæri til frekari fyrirspurna.
Aðgangur er ókeypis en skráning til þátttöku skal berast til amk@newenergy.is.

United Airlines notar lífeldsneyti í innanlandsflugi

Síðar í sumar mun bandaríska flugfélagið United Airlines hefja notkun á lífeldsneyti sem framleitt er úr endurunnum landbúnaðarúrgangi og dýrafitu. United hefur gert samning við Fulcrum BioEnergy í Californiu um kaup á endurnýjanlegu eldsneyti sem blanda má saman við hefðbundið þotueldsneyti. Flugfélagið segir verðið lífeldnseytisins vel samkeppnishæft við jarðefnaeldnseyti og reiknar auk þess með að draga verulega úr útblæstri gróðuhúsalofttegunda með notkun þess. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem bandarískt flugfélag notar endurnýjanlegt eldsneyti í áætlunarflugi innanlands.

Sjá nánar um frétt NY Times hér.